Er Menntasprotinn farandgripur eða til eignar? Snorri Jónsson skrifar 22. apríl 2022 09:31 Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Nýsköpun Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu. Fyrir okkur hjá Domino’s er þetta viðurkenning á mikilli vinnu sem hefur átt sér stað og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu. Eins og öll verkefni í öllum fyrirtækjum er þetta mannanna verk, starfsmannanna. Undirbúningurinn var á nokkurra höndum en hversu vel hefur tekist til er í raun staðfesting á því sem við vitum, að fólkið okkar tekur breytingum fagnandi og nýtir þau tækifæri sem þeim eru boðin þegar kemur að starfstengdri fræðslu og þróun. Allt okkar unga starfsfólk sem margt er nýtt á vinnumarkaði þarf á fræðslu að halda og hvergi er hún eins mikilvæg en um leið vandmeðfarin. Við ákváðum að endurhanna framsetninguna með þarfir og færni notendanna í huga og gera hana og efnistökin aðgengilegri en þau höfðu verið. Með þetta að leiðarljósi hófst okkar vegferð fyrir nokkrum árum. Við vorum vissulega að þjálfa og veita leiðsögn en við vorum í klassísku deildinni, með fundi í kennslustofu, glærur og blöð. Við sáum áhugann þverra og viljann þurrkast út um leið og við töpuðum athygli starfsmanna, það tók að jafnaði um 10 mínútur. Það var ekkert rangt við aðferðina en hún var ekki að mæta kröfum notendanna. Við erum með 600-700 starfsmenn og meðalaldurinn er 22 ár. Kröfur starfseminnar eru hins vegar miklar bæði hvað varðar hreinlæti og matvælaöryggi auk fjölmargra annarra þátta sem við bæði viljum og verðum að koma til skila. Til að gera nokkuð langa sögu mjög stutta þá endurmátum við allt okkar efni og bárum saman við núverandi kröfur. Við uppfærðum námsefnið, höfum síðan komist að því að sú endurskoðun þarf sífellt að eiga sér stað og sniðum allt niður í minni einingar. Bitunum röðuðum við síðan saman í rafrænt fræðslukerfi og lögðum áherslu á fjölbreytta framsetningu. Við erum með fjölmörg stutt myndskeið, leikin af starfsmönnum sjálfum, erum með spurningar og leiki og í sumum tilfellum próf. Við héldum keppni til að virkja sem flesta í upphafi og höfum alltaf haft mjög hátt lúkningarhlutfall, eitt það besta sem veitendur fræðslukerfis okkar hafa mælt. Stór kostur við starfsmenn á okkar aldursbili er að þeir gefa mjög heiðarlega til kynna ef þeim mislíkar eitthvað og hafa þeir óspart nýtt sér það sem gefur okkur færi á að aðlaga, breyta og bæta. Ábendingar og nýjar tillögur koma oftast frá starfsmönnum sem hafa öðlast reynslu og fáir eru betri í því að þróa núverandi efni og koma með ábendingar um nýtt efni. Þetta var heilmikil vinna og í raun miklu umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi og nú höfum við fyrir nokkru áttað okkur á að við erum alltaf, rétt að byrja. Endalaust er hægt að byggja ofan á og bæta um betur. Frá því að við fengum sprotann höfum við fengið tækifæri til að tala um mikilvægi starfstengdrar fræðslu og haft tækifæri til að leiðbeina stjórnendum fjölmargra fyrirtækja í þeirra fyrstu skrefum í uppbyggingu fræðslu og uppsetningu og val fræðslukerfa. Það getur verið erfitt að byrja en það er verra að bíða. Okkur hefur þótt það bæði heiður og skylda að sækja þessa fundi sem handhafar þessara verðlauna. Nú er Menntadagur atvinnulífsins á næsta leiti. Við hjá Domino’s fylgjumst spennt með deginum og því hverjir eru að gera vel í fræðslumálum, auðvitað mun fleiri en taldir verða upp á sjálfan afhendingardaginn. Líklega munum við biðja um fund hjá þeim sem tilnefndir verða til að tryggja áframhaldandi framþróun hjá okkur. Það getur vel verið að Domino’s gleymist þegar fram í sækir og ný fyrirtæki fá Menntasprotann en við lítum á gripinn sem hvatningu til áframhaldandi nýsköpunar, sem upphafspunkt en ekki endapunkt. Við eigum gripinn og starfsmenn okkar eiga heiðurinn. Höfundur er mannauðsstjóri Domino‘s.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar