Ein sú besta snéri óvænt aftur fertug eftir sex ára fjarveru frá körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 14:30 Lauren Jackson lék lengi með ástralska landsliðinu og nú vilja sumir sjá hana spila aftur með landsliðinu á fimmtugsaldri. Getty/Stefan Postles Lauren Jackson var þrisvar sinnum kosin besti leikmaður WNBA-deildarinnar á sínum tíma og vann fjölda titla á sínum ferli, bæði í WNBA sem og heima í áströlsku deildinni. Flestir héldu þó að þeir væri búnir að sjá það síðasta frá leikmanninum Lauren Jackson. Annað hefur komið á daginn. Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008. Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Lauren lék sinn síðasta leik í WNBA-deildinni árið 2012 en „kláraði“ ferillinn með Canberra Capitals í Ástralíu 2016. Hún varð þá að hætta í körfuboltanum eftir erfið hnémeiðsli. Síðan þá hefur hún meðal annars verið tekin inn í Heiðurshöll körfuboltans en hún varð meðlimur í Naismith Memorial Basketball Hall of Fame árið 2021. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Lauren hélt upp á fertugsafmælið sitt í maí í fyrra og er því innan við mánuði frá 41 árs afmælisdeginum sínum. Það áttu því örugglega mjög fáir von á því að sjá hana aftur á vellinum enda eru nú sex ár liðin frá því að skórnir fóru upp á hillu. Jackson tilkynnti það hins vegar á dögunum að hún ætlaði að spila alvöru keppniskörfubolta á ný og nú með Albury Wodonga Bandits í hálfatvinnumannadeildinni NBL1 East í Ástralíu. Jackson, sem er 196 sentímetra miðherji, minnti strax á sig í fyrsta leik. Það var ekki ryð sjáanlegt þrátt fyrir sex ára fjarveru því hún var með 21 stig, fimm fráköst og eitt varið skot. Hún skoraði alls fimm þrista í leiknum og lið hennar Albury Wodonga vann öruggan 78-61 sigur. Hún stoppaði ekki þar heldur var með 36 stig og 15 fráköst á aðeins 19 mínútur í öðrum leiknum sínum en það má sjá svipmyndir frá þeim hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YWNecKE1FfU">watch on YouTube</a> Lauren ætlaði sér líka stóra hluti í endurkomunni því hún tók af sér sautján kíló áður en hún mætti í búning á ný. Nú eru Ástralar strax farnir að vonast eftir því að hún gefi kost á sér í landsliðið á HM í haust. Lauren vann á sínum tíma sjö verðlaun á stórmótum þar af HM-gull árið 2006 og þrjú Ólympíusilfur frá 2000 til 2008.
Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira