Helena Sverris: Ég hrinti henni Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:04 Helena Sverrisdóttir og leikmenn Hauka fagna sigrinum í kvöld Vilhelm Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. „Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira
„Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira