Helena Sverris: Ég hrinti henni Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:04 Helena Sverrisdóttir og leikmenn Hauka fagna sigrinum í kvöld Vilhelm Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. „Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
„Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira