Lengi býr að fyrstu gerð Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:31 Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar 2022 og í tilefni þess langar mig að rita nokkur vel ígrunduð orð í ljósi einkennilegra hugmynda sem fram hafa komið frá ákveðnum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem virðist líta svo að leikskólar landsins séu þjónusta við foreldra, nokkurs konar geymsla. Ég sem foreldri og manneskja sem annt er um hag barna er orðin langþreytt á því að ekki sé hlustað. Þreytt á að ekki sé hlustað á raddir foreldra. Þreytt á að ekki sé hlustað á sérfræðinga í þessum málum, fólk og hagsmunasamtök sem raunverulega berjast fyrir betra samfélagi fyrir börnin okkar. Þreytt á að ekki sé hlustað á vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi öruggra geðtengsla fyrstu árin og bein áhrif þeirra á heilaþroska barna. Þreytt á að ekki sé hlustað á leikskólastarfsfólkið okkar. Þreytt á elítu sem ekki virðist hugsa um samfélagið út frá öðru en græðgi og peningum. Umfram allt er ég þreytt á að ekki sé hugsað um hag barnanna okkar. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við erum að eignast börn ef okkur liggur svona mikið á? Hvað með að leyfa börnunum okkar að vera börn? Leyfa þeim að njóta leikskólans og kappkosta frekar við að gera hann að betri stað fremur en að fjölga ungbarnaleikskólum? Bjóða leikskólakennurum landsins mannsæmandi laun og fækka börnum á deildum sem eru flestar yfirfullar og undirmannaðar stóran hluta ársins? Hvað með að tryggja öllum börnum tíma með foreldrum sínum til tveggja ára aldurs og bjóða foreldrum barna sömuleiðis upp á sveigjanlegra vinnuhlutfall án þess að þurfa að standa á fátæktarmörkum? Bjóða foreldrum meiri tíma með börnunum sínum? Mér finnst það galin staðreynd að meginþorri foreldra fær ekki meiri samveru með börnunum sínum á virkum dögum en erfiðan úlfatíma eftir leikskóla, kvöldmat og háttatíma (úlfatíma sem oft er uppfullur af gráti, öskrum og tilfinningum sem barnið þarf að losa um eftir álagið sem fylgir því að vera 8 klst. á dag á leikskóla - og foreldrið sem þarf jú að elda, hugsa um heimilið og fleira hefur ekki einu sinni tíma eða orku til að vera að fullu til staðar fyrir barnið sitt). Mögulega er barnið sem er uppfullt af streitu eftir daginn (streita hefur áhrif á heilaþroska barna) bara látið horfa á sjónvarpið eða ipadinn sem virðist eiga að vera galdratæki nútímans til að þagga niður í börnunum okkar. Hvaða áhrif ætli það hafi á börnin okkar, allt þetta tímaleysi, þessi hraði? Hvaða áhrif ætli það hafi á sjálfsmyndina þeirra? Að finna að við höfum ekki tíma fyrir þau? Hvaða áhrif ætli það hafi á einstaklinga til frambúðar? Hvaða áhrif ætli það hafi á foreldra? Ekki furða að kulnun sé verulegt vandamál í samfélaginu okkar. Hvernig ætli kulnun foreldra fari með börnin okkar? Svo margar spurningar brenna á mér og ég er ekki hætt. Nei ég ætla að spyrja spurninga - fyrir börnin okkar - því ekki hafa þau neitt um þetta að segja. Hví fá foreldrar ekki fjármagn til að vera lengur með barnið sitt heima, sé það vilji foreldranna fremur en að senda barnið á leikskóla? Foreldrið fengi þá einfaldlega fjármagnið sem það annars myndi hvort sem er kosta borgina/sveitarfélagið að reka pláss barnsins á leikskólanum. Þetta er tillaga sem hefur komið frá fólki sem virkilega er annt um börnin okkar og þekkir vel til - hvers vegna er ekki hlustað? Ef þetta væri fyrirkomulagið, hversu mörg pláss ætli myndu þá losna fyrir börn þeirra foreldra sem kjósa að setja börnin sín á leikskóla fyrir tveggja ára aldur? Hversu mikið myndi það létta á leikskólum landsins? Hversu mikið myndi það létta á heilbrigðiskerfinu (í nútíð og framtíð)? Hversu mikið fjármagn ætli það myndi spara? Lausnirnar eru til og lausnirnar eiga fyrst og fremst að vera með börnin okkar í huga! Ég vona að við hugsum um hag barnanna okkar þegar við göngum til sveitarstjórnarkosninga innan skamms. Tengslamyndun í lífi barna er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur fjárfest í og áhrif þess á allt lífið eru raunverulegri en okkur grunar. Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun