Ákvarðanir Seðlabankans eru meginástæða húsnæðiskreppunnar Þórarinn Hjartarson skrifar 7. maí 2022 13:30 Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Húsnæðismál Þórarinn Hjartarson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsumræðum stjórnað af Boga Ágústssyni árið 1984 svaraði Milton Friedman athugasemdum Ólafs Ragnars Grímssonar um kenningar Friedman svona: „Sama hvort það er í alræðisríki eða í lýðræðisríki, ef peningar eru hömlulaust prentaðir inn á hagkerfið þá skapar það verðbólgu.“ Og síðar: „Vísindalega get ég sýnt þér hvernig hægt er að auka verðbólgu, pólitískt myndi ég aftur á móti mæla gegn því.“ Þegar Seðlabankastjóri lækkaði stýrivexti árið 2020 var augljóst í hvað stefndi. Framboð húsnæðis, eftirspurn og aðgangur að hrávöru var það sama og fyrir hækkun. Það sem að breyttist hins vegar var aðgangur fólks að fjármagni í formi lána. Fjármagn flæddi inn á markað samhliða mikilli kulnun á öllum sviðum verðmætasköpunar. Þann 9. febrúar síðastliðinn voru stýrivextir hækkaðir um 0.75% til þess að stemma stigu við verðbólgu. Af því tilefni sat Seðlabankastjóri fyrir svörum þar sem hann brást hart við þeim ásökunum að kreppan á húsnæðismarkaði mætti að einhverju leiti rekja til aðgerða Seðlabanka. Að sjálfsögðu eru fleiri þættir sem að spila inn í. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda voru misvel skipulagðar, sveitarfélögin eru rög við að láta frá sér lóðir og launahækkanir vinna gegn hagsmunum heimilanna. Það breytir því þó ekki að Seðlabankastjóra hefði mátt vera ljóst að án fyrirvara myndi það fjármagn, sem fólk fékk aðgang að í formi lána, leita inn á þann markað sem sögulega hefur reynst öruggasta fjárfesting og trygging Íslendinga. Það er steypa. Ásgeir sagði á ofangreindum fundi Seðlabankans að gagnrýnin bæri helst keim af minnisleysi. Hann minnti á kröfu almennings um aðgerðir til þess að stemma stigu við samdrátt vegna aðgerða gegn Covid-19. Seðlabankinn hefði svarað þessu ákalli með því að leggja áherslu á að aðstoða heimilin. Fókusinn var að heimilin héldu uppi neyslu til þess að sporna við samdrætti í ferðaþjónustu. Það sem var sérstakt við andmæli Seðlabankastjóra var að hann nefndi einnig að Seðlabankanum stæðu önnur tól til boða. Það væri t.d. hægt að gera auknar kröfur til lánþega um eigiðfé við húsnæðiskaup, um hámarksgreiðslubyrði og lægra skulda- og veðhlutfall. Þessi tól hefði að sjálfsögðu átt að leggja fram samhliða stýrivaxtalækkunum. Seðlabankastjóri nefndi að hann hefði aðalega áhyggjur af þeim sem búa ekki í eigin húsnæði. En fyrirvaralausar stýrivaxtalækkanir sáu til þess að mun lengra er í land fyrir þann hóp heldur en áður. Í dag hafa ofangreindir fyrirvarar verið lagðir á lánastofnanir. En það er hreinlega of seint. Það er mögulega rétt hjá Seðlabankastjóra að fólk sé misminnugt um það sem að það sagði áður um nauðsynlega aðkomu ríkisins til þess að stemma stigum við kreppu vegna aðgerða gegn Covid-19. En Seðlabankastjóri er sérfræðingur og hefði því átt að sjá fyrir afleiddar afleiðingar af aðgerðum bankans. Stríðið í Úkraínu hefur bætt gráu ofan á svart en fyrirvaralaus stýrivaxtalækkun Seðlabankans er meginbreyta í krísunni sem ungt fólk á leigumarkaði stendur nú frammi fyrir. Seðlabankastjóri er ekki í vinsældakeppni. Sérfræðikunnátta hans er ástæða þess að honum er treyst fyrir embættinu. Ákall þjóðar er ekki afsökun fyrir slæmri hagstjórn. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun