Þegar ég flutti úr Vesturbænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2022 08:02 Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og uppalin í Vesturbænum og elska Vesturbæinn heitt, svo heitt að þegar ég flutti að heiman lagði ég mig fram við búa helst þar ef ég bjó á Íslandi. Ég var því ekki alveg viss með það að flytja í 104 þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir sjö árum. Næstu íbúð keyptum við kærastinn minn líka í 104 svo síðustu ár hef ég lært að elska Laugardalinn, Langholtið, Sundin og Vogana. Það hefur verið frekar auðvelt því hverfið mitt á svo margt sameiginlegt með Vesturbænum – en hvað þá helst? Jú, þessi hverfi byggðust upp á þeim tíma þegar hverfi Reykjavíkur voru skipulögð út frá fólki en ekki bílum. Tvær kjörbúðir í göngufæri Þetta þýðir að það er dásamlegt að fara um hverfin gangandi, hjólandi, hlaupandi eða á hlaupahjóli. Þetta eru mannvæn, sjálfbær og lifandi hverfi í nálægð við falleg útivistarsvæði. Þá eru hverfin vel tengd almenningssamgöngum, sem ég hef alltaf notað mikið. Nærþjónusta er í göngufæri fjölmargra íbúa. Sem dæmi get ég gengið í tvær kjörbúðir en líka í ísbúð, sundlaug, bakarí, á veitingastað og saumastofu. Glæsibær og Skeifan eru svo í næsta nágrenni með alla sína fjölbreyttu þjónustu, þótt Skeifan sé vissulega ekki sú þægilegasta til að fara um, hvort sem þú ert á bíl, gangandi eða hjólandi. Það mun þó breytast á næstu árum nái uppbyggingaráform borgarinnar á svæðinu fram að ganga. Skýr sýn Viðreisnar í Reykjavík um lifandi hverfi Viðreisn í Reykjavík hefur skýra sýn um hvernig hverfi við viljum skipuleggja og byggja í borginni okkar. Við viljum byggja sjálfbær, lifandi hverfi þar sem er þægilegt fyrir íbúana að fara um gangandi, hjólandi, hlaupandi og á hlaupahjólum. Hverfi sem eru byggð fyrir fólk en ekki bíla og eru vel tengd strætó og síðar Borgarlínu. Orð Hrafnkels Proppé, skipulagsfræðings og fyrrverandi verkefnastjóra Borgarlínunnar, í viðtali við Tímavélina, kosningablað Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, kjarna í raun vel þessa sýn okkar í Viðreisn. Ég fæ því að lokum að vitna í þau orð: „Þó að einkabíllinn hafi auðvitað ennþá yfirhöndina og margt fólk þurfi einkabíl til þess að bera heim bjargir og koma börnum í leikskóla þá eru hjólið, fæturnir og svona kvikir samgöngumátar eins og rafmagnshlaupahjól alltaf að verða stærri og stærri. En lykillinn að því að fólk noti almenningssamgöngur og virka samgöngumáta er einmitt að við þéttum byggð og að við skipuleggjum byggð sem ýtir undir að við mætum fólki sem er á röltinu með kaffibolla í hendinni.“ Höfundur er Vesturbæingur, íbúi í 104 og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun