Ertu klikk? Guðrún Runólfsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:31 Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun