Ungt fólk til áhrifa í Múlaþingi Hópur frambjóðenda Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi skrifar 11. maí 2022 13:01 Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar