ASÍ og stórfyrirtæki verða að hemja sig, enda bara 1% af atvinnulífinu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 14:30 Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar