„Erum að fara að keppa um titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:00 Hilmar Smári Henningsson ætlar sér stóra hluti með Haukum. vísir/bjarni Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla. Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira