Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Einar Þorsteinsson skrifar 12. maí 2022 18:16 Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun