Meirihlutinn sem gleymdi að byggja Einar Þorsteinsson skrifar 12. maí 2022 18:16 Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug. Ekki svarað ákallinu Nú er svo komið að íbúðir sem eru auglýstar til sölu hafa aldrei verið jafn fáar og frá því byrjað var að safna gögnum árið 2006. Fasteigna- og leiguverð í Reykjavík hefur að sama skapi aldrei verið hærra með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir fólk. Þessi þróun gerðist ekki á einni nóttu, þetta er afleiðing af skorti á fyrirhyggju og framtíðarsýn í húsnæðismálum. Um margra árabil hefur meirihlutanum í Reykjavík verið bent á hvaða áhrif skortstefna hans í lóðamálum hefði á samfélagið. Á meðal þeirra sem hafa bent á það eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Samtök iðnaðarins, en verktakar hafa til að mynda ítrekað kallað eftir fleiri byggingarlóðum í borginni til að svara eftirspurn eftir húsnæði. Það er pólitísk forgangsröðum að einblína einungis þéttingu byggðar með þeim hætti sem gert hefur verið í Reykjavík. Útfærsla þéttingastefnu meirihlutans er bæði tímafrek og kostnaðarsöm og dregið athyglina frá því að úthluta nægilegum fjölda lóða til þess að byggja á. Foreldrar veðsetja ellilífeyri sinn Stundum er sagt að skuldlaust íbúðarhúsnæði sé besti lífeyrissjóðurinn. Í samtölum mínum við kjósendur undanfarnar vikur verð ég sterklega var við vonbrigði og vonleysi hjá ungu og efnaminna fólki - og ekki síður foreldrum þess. Draumur marga um eigið húsnæði í Reykjavík hefur fjarlægst með hverju árinu sem líður samhliða hærra fasteignarverði. Við þekkjum öll fjölmörg dæmi í kringum okkur, að foreldrar hafa veðsett hluta af eigin íbúðarhúsnæði til að brúa bilið fyrir börn sín - og því miður hafa ekki allir kost á slíkum stuðningi. Kaupendur fyrstu fasteigna hafa einnig þurft að skuldsetja sig miklu meira en ef eðlilega hefði verið haldið á húsnæðismálum í borginni. Það er í raun merkilegt að þessi þróun skuli eiga sér stað á 12 ára samfelldri vakt og ábyrgð jafnaðarmanna í meirihluta borgarstjórnar. Það sjá allir að sú óheillaþróun sem hefur átt sér stað á húsnæðismarkaði á ekkert skylt við alvöru og gamalgróna jafnaðarmannastefnu. Sú stefna hefur því miður verið aftengd í húsnæðismálum í Reykjavík. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Það hljómar ekki trúverðugt þegar þeir sem bera ábyrgð á árangri sem þessum eftir 12 ára valdasetu stíga nú fram fyrir kosningar og lofa bót og betrun. Slíkur málflutningur kemur of seint og það íbúðamagn sem er nú þegar í byggingu er ekki nóg. Skaðinn er skeður eins og fjölmargt fólk finnur á eigin skinni. Það er því kominn tími á breytingar í borginni. Við í Framsókn munum bretta upp ermar í þessum efnum og setja fleiri lóðaúthlutanir í algjöran forgang. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir á ári. Einnig viljum við leggja áherslu á samvinnu við ríkisvaldið til þess að ná árangri í þessum mikilvæga málaflokki. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð á að vera leiðandi í framboði á lóðum. Ég gef kost á mér til að leiða þá vinnu af heilindum fyrir borgarbúa og við í Framsókn óskum eftir þínum stuðningi til að gera miklu betur í húsnæðismálum borgarinnar. Það er hægt - en til þess þarf breytta forgangsröðun í ráðhúsi Reykjavíkur. Setjum X við B á kjördag. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar