Náttúran er líka menningarlandslag Pétur Heimisson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Rannveig Þórhallsdóttir skrifa 13. maí 2022 18:30 Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Umhverfismál Pétur Heimisson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar