Sóknarfæri í íslenskri hönnun Birna Bragadóttir skrifar 16. maí 2022 12:31 Nýlega klæddi ég dóttur mína í upphlut langalangömmu hennar sem var fædd 1893. Hún saumaði búninginn sjálf eins og konur af hennar kynslóð gerðu. Þetta voru líklegast hennar einu spariföt sem hún klæddist á tyllidögum, út ævina. Mér fannst merkilegt að dóttir mín gæti klæðst sömu sparifötum svona löngu seinna. Og þau pössuðu henni vel. Tímalaus íslensk hönnun Tímalaus íslensk hönnun, var það sem ég hugsaði. Hönnun sem endist og gerir ráð fyrir því að við breytumst í vextinum með aldrinum. Hönnun sem gengur á milli kynslóða, vandað handbragð þar sem lögð var alúð í verkið og það nýtt sem til var. Ekkert bruðlað. Hver búningur þó einstakur og með sín sérkenni. Það er gaman að tengja við upprunann og söguna. Það er fegurð í því þegar gamlir hlutir öðlast nýtt líf, nýtt hlutverk, nýjan tilgang. Hvort sem það eru spariföt, hús, svæði, hvað sem er.. Þegar ég set upphlutinn í samhengi við þær stóru áskoranir sem við tökumst á við í umhverfis- og loftlagsmálum, þá blasir við að við þurfum að fara betur með. Nýta það sem við höfum í nærumhverfinu, neyta minna, finna nýjar snjallar lausnir til að draga úr vistspori og vernda náttúruna. Þegar ég hugsa til íslenskra hönnuða og arkitekta sem hafa náð árangri þá koma þessi atriði upp í hugann. Þeir vanda til verka. Setja gæðin í fyrirrúm. Hugsa fram í tímann. Bjóða upp á snjallar notendavænar lausnir. Eru þátttakendur í hringrásarhagkerfinu, bera virðingu fyrir, íslenskri náttúru en hagnýta náttúruleg íslensk hráefni af kostgæfni. Íslenskri hönnun klæðist maður líka með stolti. Það er gaman að eiga fallegan grip úr íslenskri hönnun og njóta hönnunarupplifunar. Hönnunar sem bætir líf okkar, eflir lýðheilsu, gleður og fegrar. Hönnunarsjóður í 10 ár Hönnunarsjóður fagnar nú 10 starfsári sínu. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn hefur árlega fengið 50 milljóna fjárveitingu til úthlutunar en sjóðurinn heyrir nú undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Fyrir það framlag ber að þakka. Mikil aðsókn hefur verið í styrki úr Hönnunarsjóði. Gæði umsókna sýnir þá miklu grósku sem er til staðar. Á COVID árinu 2020 var fjármagn til sjóðsins aukið um 50 milljónir og voru því 100 milljónir króna til úthlutunar það árið. Var auknu fjárframlagi tekið einkar vel og var eftirspurn eftir styrkjum úr honum langt umfram það sem sjóðurinn hafði til ráðstöfunar. Fjöldi umsókna hefur farið stigvaxandi frá stofnun sjóðsins. Á þessu 10 ára tímabili hafa yfir 2.000 hönnuðir og arkitektar sótt um styrki, samtals að fjárhæð 4.316.380.000 kr. Hönnunarsjóður hefur á þessum árum úthlutað 413.280.000 kr. til 366 verkefna. Að auki hafa 357 ferðstyrkir verið veittir á tímabilinu. Það er gleðiefni að hönnuðir og arkitektar séu farnir að ferðast aftur og taka þátt í alþjóðlegu samtali. Tækifæri til að efla hlut kvenna í aðgengi að styrkjum Sérstaða Hönnunarsjóðs er ekki síst sú að hlutfall kvenna meðal umsækjenda og styrkþega úr Hönnunarsjóði er mun hærra er þekkist hjá mörgum opinberum sjóðum. Það sýnir rannsókn sem gerð var fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, þegar sjóðurinn heyrði undir það ráðuneyti. Árið 2020 voru konur um 60% þeirra sem hlutu styrki. Minna fjármagni er hins vegar veitt til Hönnunarsjóðs en til annarra sambærilegra sjóða. Hér felast tækifæri til að gera betur, jafna leikinn og efla hlut kvenna í aðgengi að styrkjum til nýsköpunar. Á sama tíma felast í því tækifæri til að efla hönnunardrifna nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem styður við sjálfbærni. Á þessum árum hef ég starfað fyrir sjóðinn hef ég lært að við Íslendingar eigum miklu meira af framúrskarandi fagfólki en mig hafði órað fyrir. Frábært fagfólk sem vert er að styðja við bakið á. Við eigum að gera meira af því. Það liggja augljós sóknarfæri í íslenskri hönnun sem þarf að nýta og þannig ýta undir þróun atvinnulífs og skapandi greina í samfélaginu, með áherslu á jafnvægi milli umhverfis, lífsgæða, mannlífs og verðmætasköpunar. Framsýni og nýsköpun borgar sig alltaf. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsjóðs og forstöðukona Elliðaárstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Mest lesið Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nýlega klæddi ég dóttur mína í upphlut langalangömmu hennar sem var fædd 1893. Hún saumaði búninginn sjálf eins og konur af hennar kynslóð gerðu. Þetta voru líklegast hennar einu spariföt sem hún klæddist á tyllidögum, út ævina. Mér fannst merkilegt að dóttir mín gæti klæðst sömu sparifötum svona löngu seinna. Og þau pössuðu henni vel. Tímalaus íslensk hönnun Tímalaus íslensk hönnun, var það sem ég hugsaði. Hönnun sem endist og gerir ráð fyrir því að við breytumst í vextinum með aldrinum. Hönnun sem gengur á milli kynslóða, vandað handbragð þar sem lögð var alúð í verkið og það nýtt sem til var. Ekkert bruðlað. Hver búningur þó einstakur og með sín sérkenni. Það er gaman að tengja við upprunann og söguna. Það er fegurð í því þegar gamlir hlutir öðlast nýtt líf, nýtt hlutverk, nýjan tilgang. Hvort sem það eru spariföt, hús, svæði, hvað sem er.. Þegar ég set upphlutinn í samhengi við þær stóru áskoranir sem við tökumst á við í umhverfis- og loftlagsmálum, þá blasir við að við þurfum að fara betur með. Nýta það sem við höfum í nærumhverfinu, neyta minna, finna nýjar snjallar lausnir til að draga úr vistspori og vernda náttúruna. Þegar ég hugsa til íslenskra hönnuða og arkitekta sem hafa náð árangri þá koma þessi atriði upp í hugann. Þeir vanda til verka. Setja gæðin í fyrirrúm. Hugsa fram í tímann. Bjóða upp á snjallar notendavænar lausnir. Eru þátttakendur í hringrásarhagkerfinu, bera virðingu fyrir, íslenskri náttúru en hagnýta náttúruleg íslensk hráefni af kostgæfni. Íslenskri hönnun klæðist maður líka með stolti. Það er gaman að eiga fallegan grip úr íslenskri hönnun og njóta hönnunarupplifunar. Hönnunar sem bætir líf okkar, eflir lýðheilsu, gleður og fegrar. Hönnunarsjóður í 10 ár Hönnunarsjóður fagnar nú 10 starfsári sínu. Hlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn hefur árlega fengið 50 milljóna fjárveitingu til úthlutunar en sjóðurinn heyrir nú undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Fyrir það framlag ber að þakka. Mikil aðsókn hefur verið í styrki úr Hönnunarsjóði. Gæði umsókna sýnir þá miklu grósku sem er til staðar. Á COVID árinu 2020 var fjármagn til sjóðsins aukið um 50 milljónir og voru því 100 milljónir króna til úthlutunar það árið. Var auknu fjárframlagi tekið einkar vel og var eftirspurn eftir styrkjum úr honum langt umfram það sem sjóðurinn hafði til ráðstöfunar. Fjöldi umsókna hefur farið stigvaxandi frá stofnun sjóðsins. Á þessu 10 ára tímabili hafa yfir 2.000 hönnuðir og arkitektar sótt um styrki, samtals að fjárhæð 4.316.380.000 kr. Hönnunarsjóður hefur á þessum árum úthlutað 413.280.000 kr. til 366 verkefna. Að auki hafa 357 ferðstyrkir verið veittir á tímabilinu. Það er gleðiefni að hönnuðir og arkitektar séu farnir að ferðast aftur og taka þátt í alþjóðlegu samtali. Tækifæri til að efla hlut kvenna í aðgengi að styrkjum Sérstaða Hönnunarsjóðs er ekki síst sú að hlutfall kvenna meðal umsækjenda og styrkþega úr Hönnunarsjóði er mun hærra er þekkist hjá mörgum opinberum sjóðum. Það sýnir rannsókn sem gerð var fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, þegar sjóðurinn heyrði undir það ráðuneyti. Árið 2020 voru konur um 60% þeirra sem hlutu styrki. Minna fjármagni er hins vegar veitt til Hönnunarsjóðs en til annarra sambærilegra sjóða. Hér felast tækifæri til að gera betur, jafna leikinn og efla hlut kvenna í aðgengi að styrkjum til nýsköpunar. Á sama tíma felast í því tækifæri til að efla hönnunardrifna nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi sem styður við sjálfbærni. Á þessum árum hef ég starfað fyrir sjóðinn hef ég lært að við Íslendingar eigum miklu meira af framúrskarandi fagfólki en mig hafði órað fyrir. Frábært fagfólk sem vert er að styðja við bakið á. Við eigum að gera meira af því. Það liggja augljós sóknarfæri í íslenskri hönnun sem þarf að nýta og þannig ýta undir þróun atvinnulífs og skapandi greina í samfélaginu, með áherslu á jafnvægi milli umhverfis, lífsgæða, mannlífs og verðmætasköpunar. Framsýni og nýsköpun borgar sig alltaf. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsjóðs og forstöðukona Elliðaárstöðvar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun