Lestrarvandi barna – við þurfum öll að vera saman í liði Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:31 Í pistli mínum ætla ég ekki að ræða um þessi börn heldur hin sem eru með áunninn lestrarvanda og fer sá hópur ört stækkandi. Við erum flest sammála um það að lestur er undirstaða alls náms og það að vera læs skiptir miklu máli. Í dag höfum við margfalt fleiri bjargir en áður til að hjálpa börnum að blómstra í lestri og lesskilningi. Útgáfa barnabóka hefur aldrei verið blómlegri. Frítt þjálfunarefni er að finna á vef Menntamálastofnunnar og hægt er að kaupa aðgang að vefsvæðum sem þjálfa lestrarfærni hjá börnum. Svo má ekki gleyma því að flest börn á Íslandi eru með bókasafn ekki langt frá heimili sínu. Þá spyr maður sig:"Af hverju erum við þá ekki að ná betri árangri í lestri en raun ber vitni og af hverju sýna rannsóknir að strákunum okkar er að ganga verr í skóla en stelpum?". Fræðimenn og sjálfskipaðir sérfræðingar hafa komið með ýmsar skýringar á þessu. Helst er talað um eðlis, fjölskyldu, gagnrýnar, feminískar, karlmennsku og menningarskýringar. Þeir sem hafa bent á að slakt gengi stráka megi skrifa á fáar karlfyrirmyndir í kennarastéttinni hafa þurft að éta hatt sinn því að rannsóknir sína annað og ef eitthvað er þá sýna rannsóknir að nemendur sem eru hjá kvenkennurum eru jákvæðari gagnvart náminu. En þær skýringar sem virðast vera háværastar eru gagnrýnar skýringar þar sem því er varpað fram að skólinn sé illa aðlagaður og þá sérstaklega að þörfum drengja sem taldar eru aðrar en stúlkna. Ég er ekki alveg sammála því að skólinn sé ekki að leita leiða til að koma til móts við nemendur því frá því að ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan þá hefur aldrei verið eins mikil gróska í skólastarfi. Eins hefur umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum sjaldan verið meira. Mér finnst þeir kennarar sem ég þekki til flestir vera með puttann á púlsinum varðandi það að virkja nemendur sína og finna leiðir til að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra svo þeir nái árangri í námi sínu. En auðvitað má alltaf gera betur og það held ég að flest okkar sem störfum á gólfinum séum alveg meðvituð um. Við getum öll rýnt í eigin rann og langar mig að nefna nokkra þætti sem ég tel að hafi töluverð áhrif á lestrarfærni margra íslenskra barna. Mér finnst allt of mörg börn ekki sinna heimalestri nógu vel og hreinlega ekki hafa metnað til að verða góðir lesarar. Þau bera því oft við að þau hafi svo mikið að gera eftir skóla. Svo er það þetta með nennuna, þau nenna mörg ekki að gera neitt sem þau hafa ekki brennandi áhuga á eða þurfa að hafa fyrir að gera. Það vantar seigluna. Eins kvartar fjöldi barna undan þreytu í skólanum. Það virðist vera að mörg þeirra séu að fara allt of seint að sofa og ná því ekki lágmarkssvefni miðað við aldur. Ég hef grun um að einhver þeirra séu hreinlega ekki búin að reyna nógu mikið á sig yfir daginn til að þreyta sig og að skjánotkun hafi eitthvað um þetta að segja. Þessar elskur trúa nefnilega kennaranum sínum fyrir ýmsu og hefur maður fengið að heyra að mörg þeirra séu stóran hluta vökutímans utan skóla í skjátækjum og stelast stundum til að fara í tækin sín þegar fullorðna fólkið heldur að þau séu sofandi. Því miður þá finn ég áþreifanlega fyrir því hvað hugtakaskilningi barna hefur hrakað í gegnum árin og þarf ég oft að útskýra einföldustu orð fyrir börnum sem eru fædd og uppalin á Íslandi. Forgangsröðunin getur verið sérstök í samfélaginu. Margir foreldrar eru tilbúnir að vaða eld og brennistein svo barnið þeirra nái árangri í tómstundum en virðast svo gleyma ansi oft að láta barnið sitt lesa heima með tilheyrandi lestrarskuld. Galdurinn er nefnilega sá að æfingin skapar meistarann sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og vil ég nefna að þó að ekki sé um hefðbundið skólastarf að ræða yfir sumartímann þá skiptir máli að halda áfram að þjálfa lestur hjá börnum. Börn þurfa góðar lestrarfyrirmyndir, það þarf að tala við börn og útskýra hugtök og hvernig við notuð tungumálið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við í skólasamfélaginu sjáum sláandi mun á þeim börnum sem þrífast í umhverfi þar sem lesið er fyrir þau og málin rædd. Þau börn sem eru svo lánsöm að alast upp í þannig umhverfi eru með forskot á hin og bilið breikkar eftir því sem þau eldast. Það sér það hver sem vill sjá að barn í fjölmennum bekk fær ekki sömu gæðalestrarstund með kennaranum sínum og það gæti fengið heima hjá sér. Í hefðbundnum bekk þá er hver nemandi að fá að meðaltali tæpar tvær mínútur af heildarkennslustundinni ef ekkert óvænt kemur upp á sem kennarinn þarf að leysa. Ein besta sumargjöf sem barn getur fengið er samvera og góð lestrarstund. Að gefa sér að lágmarki 10 mínútur á hverjum degi með barninu hjálpar mikið í lestrarþjálfun. Ég bendi þeim sem vilja kynna sér lestrarnám barna á að fara inn á Læsisvefinn. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem hjálpa til við lestrarnám. Í lokin vil ég gefa ykkur uppáhalds uppskriftina mína: Lykill að árangri Jákvætt hugarfar. Vanda sig í samskiptum við aðra (koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann). Fjölbreyttur og hollur matur (ekki gleyma að drekka nóg vatn). Regluleg hreyfing sem styrkir vöðva og þreytir líkamann þannig að hann hvílist betur. Nógur svefn miðað við aldur (hætta skjánotkun að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn). Gefa sér tíma til að vera með þeim sem manni líður vel með. Muna að æfa reglulega það sem maður vill vera góður í. Eiga sér áhugamál. Ef manni finnst eitthvað sem maður þarf að gera ekki skemmtilegt þá er kjörið að fá hjálp við að finna leiðir til að gera það áhugavert og setja sér markmið. Munum að það að ná góðri færni í lestri er langhlaup og að vera góður lesari við lok grunnskóla er ekki sjálfgefið heldur kostar markvissa þjálfun. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í pistli mínum ætla ég ekki að ræða um þessi börn heldur hin sem eru með áunninn lestrarvanda og fer sá hópur ört stækkandi. Við erum flest sammála um það að lestur er undirstaða alls náms og það að vera læs skiptir miklu máli. Í dag höfum við margfalt fleiri bjargir en áður til að hjálpa börnum að blómstra í lestri og lesskilningi. Útgáfa barnabóka hefur aldrei verið blómlegri. Frítt þjálfunarefni er að finna á vef Menntamálastofnunnar og hægt er að kaupa aðgang að vefsvæðum sem þjálfa lestrarfærni hjá börnum. Svo má ekki gleyma því að flest börn á Íslandi eru með bókasafn ekki langt frá heimili sínu. Þá spyr maður sig:"Af hverju erum við þá ekki að ná betri árangri í lestri en raun ber vitni og af hverju sýna rannsóknir að strákunum okkar er að ganga verr í skóla en stelpum?". Fræðimenn og sjálfskipaðir sérfræðingar hafa komið með ýmsar skýringar á þessu. Helst er talað um eðlis, fjölskyldu, gagnrýnar, feminískar, karlmennsku og menningarskýringar. Þeir sem hafa bent á að slakt gengi stráka megi skrifa á fáar karlfyrirmyndir í kennarastéttinni hafa þurft að éta hatt sinn því að rannsóknir sína annað og ef eitthvað er þá sýna rannsóknir að nemendur sem eru hjá kvenkennurum eru jákvæðari gagnvart náminu. En þær skýringar sem virðast vera háværastar eru gagnrýnar skýringar þar sem því er varpað fram að skólinn sé illa aðlagaður og þá sérstaklega að þörfum drengja sem taldar eru aðrar en stúlkna. Ég er ekki alveg sammála því að skólinn sé ekki að leita leiða til að koma til móts við nemendur því frá því að ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan þá hefur aldrei verið eins mikil gróska í skólastarfi. Eins hefur umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum sjaldan verið meira. Mér finnst þeir kennarar sem ég þekki til flestir vera með puttann á púlsinum varðandi það að virkja nemendur sína og finna leiðir til að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra svo þeir nái árangri í námi sínu. En auðvitað má alltaf gera betur og það held ég að flest okkar sem störfum á gólfinum séum alveg meðvituð um. Við getum öll rýnt í eigin rann og langar mig að nefna nokkra þætti sem ég tel að hafi töluverð áhrif á lestrarfærni margra íslenskra barna. Mér finnst allt of mörg börn ekki sinna heimalestri nógu vel og hreinlega ekki hafa metnað til að verða góðir lesarar. Þau bera því oft við að þau hafi svo mikið að gera eftir skóla. Svo er það þetta með nennuna, þau nenna mörg ekki að gera neitt sem þau hafa ekki brennandi áhuga á eða þurfa að hafa fyrir að gera. Það vantar seigluna. Eins kvartar fjöldi barna undan þreytu í skólanum. Það virðist vera að mörg þeirra séu að fara allt of seint að sofa og ná því ekki lágmarkssvefni miðað við aldur. Ég hef grun um að einhver þeirra séu hreinlega ekki búin að reyna nógu mikið á sig yfir daginn til að þreyta sig og að skjánotkun hafi eitthvað um þetta að segja. Þessar elskur trúa nefnilega kennaranum sínum fyrir ýmsu og hefur maður fengið að heyra að mörg þeirra séu stóran hluta vökutímans utan skóla í skjátækjum og stelast stundum til að fara í tækin sín þegar fullorðna fólkið heldur að þau séu sofandi. Því miður þá finn ég áþreifanlega fyrir því hvað hugtakaskilningi barna hefur hrakað í gegnum árin og þarf ég oft að útskýra einföldustu orð fyrir börnum sem eru fædd og uppalin á Íslandi. Forgangsröðunin getur verið sérstök í samfélaginu. Margir foreldrar eru tilbúnir að vaða eld og brennistein svo barnið þeirra nái árangri í tómstundum en virðast svo gleyma ansi oft að láta barnið sitt lesa heima með tilheyrandi lestrarskuld. Galdurinn er nefnilega sá að æfingin skapar meistarann sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og vil ég nefna að þó að ekki sé um hefðbundið skólastarf að ræða yfir sumartímann þá skiptir máli að halda áfram að þjálfa lestur hjá börnum. Börn þurfa góðar lestrarfyrirmyndir, það þarf að tala við börn og útskýra hugtök og hvernig við notuð tungumálið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við í skólasamfélaginu sjáum sláandi mun á þeim börnum sem þrífast í umhverfi þar sem lesið er fyrir þau og málin rædd. Þau börn sem eru svo lánsöm að alast upp í þannig umhverfi eru með forskot á hin og bilið breikkar eftir því sem þau eldast. Það sér það hver sem vill sjá að barn í fjölmennum bekk fær ekki sömu gæðalestrarstund með kennaranum sínum og það gæti fengið heima hjá sér. Í hefðbundnum bekk þá er hver nemandi að fá að meðaltali tæpar tvær mínútur af heildarkennslustundinni ef ekkert óvænt kemur upp á sem kennarinn þarf að leysa. Ein besta sumargjöf sem barn getur fengið er samvera og góð lestrarstund. Að gefa sér að lágmarki 10 mínútur á hverjum degi með barninu hjálpar mikið í lestrarþjálfun. Ég bendi þeim sem vilja kynna sér lestrarnám barna á að fara inn á Læsisvefinn. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem hjálpa til við lestrarnám. Í lokin vil ég gefa ykkur uppáhalds uppskriftina mína: Lykill að árangri Jákvætt hugarfar. Vanda sig í samskiptum við aðra (koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann). Fjölbreyttur og hollur matur (ekki gleyma að drekka nóg vatn). Regluleg hreyfing sem styrkir vöðva og þreytir líkamann þannig að hann hvílist betur. Nógur svefn miðað við aldur (hætta skjánotkun að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn). Gefa sér tíma til að vera með þeim sem manni líður vel með. Muna að æfa reglulega það sem maður vill vera góður í. Eiga sér áhugamál. Ef manni finnst eitthvað sem maður þarf að gera ekki skemmtilegt þá er kjörið að fá hjálp við að finna leiðir til að gera það áhugavert og setja sér markmið. Munum að það að ná góðri færni í lestri er langhlaup og að vera góður lesari við lok grunnskóla er ekki sjálfgefið heldur kostar markvissa þjálfun. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari í grunnskóla.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun