Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 15:27 Leifur B. Dagfinnsson er stofnandi og formaður stjórnar framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira