Börnin á götuna í Grikklandi? Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 25. maí 2022 09:00 Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld stefna á að vísa tæplega 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd brott á næstunni. Til stendur að senda þónokkra til Grikklands, þar sem aðstæður eru skelfilegar fyrir flóttafólk. Eins hefur fjöldi þeirra sem nú á að vísa brott dvalið á Íslandi í yfir tvö ár og fest hér rætur. Í hópnum sem ætlað er að senda úr landi var m.a. ófrísk kona sem komin er átta mánuði á leið en náði lögmaður hennar að forða henni frá brottvísun með læknisvottorði samkvæmt nýjustu fréttum. Stjórnvöld vita að aðstæðurnar í Grikklandi eru með öllu óboðlegar. Stór hluti þeirra sem til stendur að vísa úr landi mun ekki njóta grundvallarmannréttinda eins og húsaskjól og atvinnu. Dómsmálaráðherra kom fram í fréttum fyrir skömmu og sagði að fólkið hefði dvalið hér ólöglega vegna þess að það neitaði að fara í PCR próf, sem var forsenda fyrir því að það yrði sent úr landi. Þingmaður Viðreisnar hafði í vikunni orð á því að stór hluti hópsins myndi enda á götunni í Grikklandi í aðstæðum sem eru algjörlega óboðlegar. Spurninganna sem við þyrftum að spyrja okkur væru einfaldlega þessar: „Myndum við sjálf vilja láta senda okkur út á guð og gaddinn í Grikklandi þar sem sáralitla aðstoð er að fá? Myndum við sjálf vilja að börnin okkar yrðu rifin upp úr öruggu umhverfi og send í aðstæður þar sem óöryggið er algjört og varla húsaskjól að hafa?“ Sagði hann að við myndum ekki samþykkja það og spurði hvers vegna í ósköpum við værum þá tilbúin að senda annarra manna börn og fjölskyldur í aðstæður sem við myndum aldrei sjálf fara í. Að lokum nefndi hann að það hvíli ekki skylda á okkur að vísa fólkinu frá Íslandi. Það eina sem þyrfti til væri pólitískur vilji til að gera það ekki. Flóttafólk á Íslandi, ásamt Solaris og No Borders, boða til mótmæla gegn þessum fyrirhuguðu brottvísunum og biður þig um að koma og sýna þeim stuðning. Sýnum samstöðu með fólkinu á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 16:15! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar