Heljarþraut Mjölnis fór fram í dag: „Ekki til betri aðstæður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. maí 2022 23:00 Gleðin var við völd í Heljarþraut Mjölnis. Mjölnir Heljarþraut Mjölnis fór fram í blíðskaparveðri í dag. Böðvar Tandri Reynisson, yfirþjálfari Mjölnis, var að vonum sáttur með daginn og segir að hver sem er geti tekið þátt og gert sitt besta. „Þetta er stærsta þrekmótið sem við höfum haldið. Þetta er í fimmta skipti sem við höldum svona paramót og núna vorum við í fyrsta skipta að opna mótið og fengum um það bil hundrað manns frá fullt af gymmum,“ sagði Böðvar eftir að verðlaunaafhendingin var yfirstaðin. „Það sem ég er svo ánægður með er hvað þetta er fjölbreyttur hópur af fólki. Við erum með afreksíþróttamenn sem hafa verið í útlöndum að keppa á allskonar CrossFit-mótum og svo erum við líka með bara svona „Average-Joe“ og fólk úr Víkingaþrekinu sem er 45-50 ára gamalt að gera sitt allra besta.“ „Það er það sem þessi mót snúast um finnst mér. Fólk er að mæta og gera sitt allra besta og prófa sig áfram. Það eru ekki til betir aðstæður. Það er búið að setja upp allan búnaðinn fyrir þig, það eru áhorfendur sem eru að hvetja þig áfram og svo ertu með besta félaga þínum og fullt af fólki í kringum þig sem er að þjást með þér. Það geta allir tekið þátt.“ Böðvar fór um víðan völl í spjalli sínu eftir mótið, en verðlaunaafhendinguna og viðtalið við Böðvar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Böðvar Tandri Reynisson Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Flokkarnir voru þrír; kvenna-, karla og blandaður flokkur. Í kvennaflokki unnu Heiða Norðkvist og Selma Kristín, í blönduðum flokki báru Alex Daði og Birta Líf sigur úr býtum og í karlaflokki fóru Ingimar Jónsson og Sigurður Hafsteinn Jónsson með sigur af hólmi. Mjölnir setti svo saman stutt myndband með öllum helstu tilþrifum mótsins sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Heljarþraut Mjölnis Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
„Þetta er stærsta þrekmótið sem við höfum haldið. Þetta er í fimmta skipti sem við höldum svona paramót og núna vorum við í fyrsta skipta að opna mótið og fengum um það bil hundrað manns frá fullt af gymmum,“ sagði Böðvar eftir að verðlaunaafhendingin var yfirstaðin. „Það sem ég er svo ánægður með er hvað þetta er fjölbreyttur hópur af fólki. Við erum með afreksíþróttamenn sem hafa verið í útlöndum að keppa á allskonar CrossFit-mótum og svo erum við líka með bara svona „Average-Joe“ og fólk úr Víkingaþrekinu sem er 45-50 ára gamalt að gera sitt allra besta.“ „Það er það sem þessi mót snúast um finnst mér. Fólk er að mæta og gera sitt allra besta og prófa sig áfram. Það eru ekki til betir aðstæður. Það er búið að setja upp allan búnaðinn fyrir þig, það eru áhorfendur sem eru að hvetja þig áfram og svo ertu með besta félaga þínum og fullt af fólki í kringum þig sem er að þjást með þér. Það geta allir tekið þátt.“ Böðvar fór um víðan völl í spjalli sínu eftir mótið, en verðlaunaafhendinguna og viðtalið við Böðvar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Böðvar Tandri Reynisson Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Flokkarnir voru þrír; kvenna-, karla og blandaður flokkur. Í kvennaflokki unnu Heiða Norðkvist og Selma Kristín, í blönduðum flokki báru Alex Daði og Birta Líf sigur úr býtum og í karlaflokki fóru Ingimar Jónsson og Sigurður Hafsteinn Jónsson með sigur af hólmi. Mjölnir setti svo saman stutt myndband með öllum helstu tilþrifum mótsins sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Klippa: Heljarþraut Mjölnis
Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira