Tökum flugið með Nice Air! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:01 Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fréttir af flugi Niceair Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar