Farsæld skólabarna: Skólafélagsráðgjöf í samþættri velferðarþjónustu Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir skrifa 6. júní 2022 08:01 Auknar kröfur til skóla hafa leitt til meira álags á kennara, og ennþá eru hnökrar á innleiðingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar. Starfsfólk skóla hefur ekki fengið nægilega leiðsögn og nægan stuðning og fjölfaglega þjónustu skortir. Ef ekki á að fara eins fyrir innleiðingu hinna nýju farsældarlaga (nr. 86/2021) í framkvæmd og raunin varð um innleiðingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar, þá þarf nú að tryggja kennurum, nemendum og fjölskyldum þeirra bættan og breyttan faglegan stuðning. En meginmarkmið farsældarlaganna er, ásamt markvissum forvörnum, að tryggja börnum og foreldrum sem á þurfa að halda skilvirka samþætta og samfellda þjónustu við hæfi. Við undirbúning laganna um samþættingu þjónustu fyrir farsæld barna lét félagsmálaráðuneytið gera mat á hagrænum og fjárhagslegum heildaráhrifum þess til að áætla kostnað og ávinning til lengri tíma. Greiningin leiddi í ljós að ávinningur breytinganna felst annars vegar í því að draga úr skaðlegum áhrifum áfalla sem börn verða fyrir og hins vegar í því að auka seiglu þeirra. Áætlað er að kostnaður við framkvæmd nýju laganna verði fyrsta kastið hærri en ávinningurinn en fjármögnun innleiðingar hefur verið tryggð. Fjárhagslega mælanlegur ávinningur mun koma fram á næstu árum í aukinni skilvirkni skólastarfs, auknum mannauði og betri lýðheilsu meðal starfsfólks skóla jafnt sem nemenda. Aukið álag í skólastofunni Í nýju lögunum um farsæld barna er áhersla lögð á að horfa heildstætt á lífsferil barna, samþætta velferðarþjónustu fyrir barnið og fjölskyldu þess með snemmtækum og skilvirkum stuðningi með forvarnir að leiðarljósi. Lögin taka til þjónustu sem er veitt innan skólakerfis, heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu. Á þessum veitendum þjónustu hvíla því ríkar skyldur. Þeim ber til dæmis að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við með tilteknum hætti.Fyrsta stig þjónustu í þágu farsældar barna er grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með grunnþjónustu er átt við úrræði þar sem veittur er bæði almennur og einstaklingsbundinn stuðningur. Talið er að vaxandi fjöldi barna á Vesturlöndum, nú rúmlega helmingur allra barna, upplifi einhvers konar áfall (e. trauma) áður en þau ná 18 ára aldri. Það getur tengst skilnaði foreldra, andláti foreldris, vanrækslu, ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneyslu foreldris/a, einelti, fráviki í þroska og flutningi milli landa (flóttafólk/innflytjendur). Rannsóknir hafa sýnt að slík reynsla eykur líkur á námsvanda, brotthvarfi úr námi og sálfélagslegum vanda síðar. Þetta kallar á breytt hlutverk kennara og endurskoðun á faglegum innviðum skólans sem höfundar hafa fjallað nánar um annars staðar (sjá t.d. Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir, 2019).Niðurstöður íslenskra rannsókna sem birtar hafa verið á undanförnum árum gefa nokkuð skýra mynd af því aukna álagi sem kennarar í grunnskólum standa frammi fyrir. Þar má meðal annars nefna niðurstöður sem sýna að meirihluti kennara upplifir hjálparleysi í starfi og telur að álagið hafi áhrif á heilsufar sitt, líðan og persónulegt líf. Einnig hafa niðurstöður sýnt sterk tengsl álags við bæði tilfinningaþrot og örmögnun á meðal kennara. Þessu má mæta með aukinni stoðþjónustu og teymisvinnu í skólastarfinu. Farsældarlögin kveða, sem fyrr segir, á um forvarnarhlutverk skólans – en því verður best sinnt með þverfaglegu samstarfi kennara og annars fagfólks. Efling fagstyrks í skólum Sveitarfélög/skólar eiga nú kost á að nýta það fjármagn sem fylgir innleiðingu farsældarlaganna til að efla faglegt starf í skólum. Þar geta skólafélagsráðgjafar fyllt flokkinn með sérþekkingu sinni á löggjöf, samstarfi kerfa ásamt verkefnaþróun og rannsóknarvinnu m.a. um starfshætti og þróun úrræða. Skref í þá átt er þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir Alþingi (267. mál, þingskjal 374) um lögbindingu skólafélagsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Markmið tillögunnar er að tryggja störf félagsráðgjafa í skólum þannig að skólar geti betur sinnt hlutverki sínu út frá áherslum nýrra farsældarlaga og brugðist við á skilvirkan hátt innan veggja skólans um leið og þörf er á. Félagsráðgjafi sem starfar í skóla hefur möguleika á að bregðast fyrr við og á auðveldara með að mynda tengsl við nemendur í nærumhverfinu en utanaðkomandi aðilar, auk þess sem stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk hafa þá betra og skjótara aðgengi að stuðningi og ráðgjöf. Margar aðrar og gildar forsendur liggja að baki þessari tillögu. Þær er meðal annars að finna í niðurstöðum rannsókna um mikilvægi þess að líta á skólann sem lykilþátt við forvarnir og stuðningsúrræði fyrir skólabörn almennt. Samkvæmt niðurstöðunum þarf jafnframt að hafa sérstaka gát á börnum foreldra sem búa við bágar félagslegar aðstæður þar sem börnin eru í áhættu varðandi vanrækslu eða ofbeldi. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að börn sem búa við ofangreindar aðstæður eiga oftar við tilfinninga- og félagslega erfiðleika að stríða en önnur börn. Þeim aðstæðum fylgja auknar líkur á heilsubresti og margvíslegum sálfélagslegum vanda sem getur haft afleiðingar til framtíðar bæði í lífi barnanna sjálfra og fyrir samfélagið. Þegar vá steðjar að í samfélaginu þarf sérstaklega að gæta velferðar barna. Það á meðal annars við um náttúruhamfarir, efnahagskreppu, slys og veikindafaraldur. Þá þurfa fjölskyldur, opinber þjónusta, heilbrigðiskerfi og skólasamfélagið öðrum fremur að stilla saman strengi kringum börnin. Í starfi áfallateymis í skólum eiga félagsráðgjafar oft frumkvæði að viðeigandi viðbrögðum. Þeir miðla vitneskju um úrræði og veita fólki áfallahjálp, einu sér eða með hópum og fjölskyldum, oft í nánu samstarfi við annað fagfólk, svo sem hjúkrunarfræðinga, presta og sálfræðinga. Þegar reynir meira á í skólastarfi eins og nú í kjölfar covid-faraldursins og efnahagsþrenginga, er enn meiri þörf á að endurskoða starfsemina og að huga að því hvernig best verði unnið úr reynslunni til góðs fyrir skólabarnið, foreldra þess og kennara.Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er jafnframt tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólans og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum fjölskylduaðstæðum í gjörbreyttu samfélagi. Hér skiptir miklu að „grípa börnin“ um leið og vanlíðunareinkenna gætir, og eru kennarar þá oft þeir fyrstu sem sjá viðvörunarmerkin. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Með því að vinna með kennurum og skólastjórnendum bæði í málefnum einstakra barna og með því að vinna almennt að þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur, má betur búa svo um hnútana að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu á hverjum tíma. Tenging skóla, fjölskyldu og samfélagsúrræða Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Með þekkingu á einstaklingsþroska og frávikum í því sambandi, fjölskyldusamskiptum, löggjöf, þjónustustofnunum og félagslegum úrræðum vinna þeir í samræmi við inntak farsældarlaganna. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á heildarsýn og kerfiskenningum í faglegu samstarfi, innan og utan skólans. Með heildarsýn að leiðarljósi er þá unnið í samstarfi við annað fagfólk innan skólans, kennara, skólastjórnendur og fleiri, meðal annars með fræðslu, handleiðslu og fjölskylduráðgjöf.Á grundvelli þeirrar vitneskju sem rannsóknir hafa leitt líkur að er ljóst að aukið fagafl innan skóla ásamt kerfasamstarfi kringum barn í vanda og fjölskyldu þess, er forsenda þess að draga úr álagi á kennara. Það gerir skólafólki kleift að efla námsumhverfið og sinna velferð og vellíðan hvers skólabarns þannig að komist verði nær þeim mannréttindamarkmiðum að allir fái jöfn tækifæri til náms. Á þann hátt getur skólinn betur sinnt velferðarhlutverki sínu og með markvissu forvarnarstarfi komið í veg fyrir að vandi þróist óheftur og verði síðan illviðráðanlegur með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið í bráð og í lengd. Að lokum Verði þingsályktunartillagan um skólafélagsráðgjöf samþykkt er stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings ásamt aukinni hagræðingu og skilvirkni í þjónustu fyrir skólabörn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum nýju farsældarlöggjafarinnar og er í raun ein forsenda innleiðingar hennar. Með yfirsýn á velferðarkerfinu og innviðum þess kunna þeir skil á samfélagslegum úrræðum og leiðum til að koma málum í viðeigandi farvegi og fylgja þeim eftir í fjölskyldumiðuðu samráði og samvinnu við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa og mótun nýrra lausna er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarnsins, framtíðarheilsu þess, og aðlögun í samfélaginu. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og klínískur félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Auknar kröfur til skóla hafa leitt til meira álags á kennara, og ennþá eru hnökrar á innleiðingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar. Starfsfólk skóla hefur ekki fengið nægilega leiðsögn og nægan stuðning og fjölfaglega þjónustu skortir. Ef ekki á að fara eins fyrir innleiðingu hinna nýju farsældarlaga (nr. 86/2021) í framkvæmd og raunin varð um innleiðingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar, þá þarf nú að tryggja kennurum, nemendum og fjölskyldum þeirra bættan og breyttan faglegan stuðning. En meginmarkmið farsældarlaganna er, ásamt markvissum forvörnum, að tryggja börnum og foreldrum sem á þurfa að halda skilvirka samþætta og samfellda þjónustu við hæfi. Við undirbúning laganna um samþættingu þjónustu fyrir farsæld barna lét félagsmálaráðuneytið gera mat á hagrænum og fjárhagslegum heildaráhrifum þess til að áætla kostnað og ávinning til lengri tíma. Greiningin leiddi í ljós að ávinningur breytinganna felst annars vegar í því að draga úr skaðlegum áhrifum áfalla sem börn verða fyrir og hins vegar í því að auka seiglu þeirra. Áætlað er að kostnaður við framkvæmd nýju laganna verði fyrsta kastið hærri en ávinningurinn en fjármögnun innleiðingar hefur verið tryggð. Fjárhagslega mælanlegur ávinningur mun koma fram á næstu árum í aukinni skilvirkni skólastarfs, auknum mannauði og betri lýðheilsu meðal starfsfólks skóla jafnt sem nemenda. Aukið álag í skólastofunni Í nýju lögunum um farsæld barna er áhersla lögð á að horfa heildstætt á lífsferil barna, samþætta velferðarþjónustu fyrir barnið og fjölskyldu þess með snemmtækum og skilvirkum stuðningi með forvarnir að leiðarljósi. Lögin taka til þjónustu sem er veitt innan skólakerfis, heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu. Á þessum veitendum þjónustu hvíla því ríkar skyldur. Þeim ber til dæmis að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við með tilteknum hætti.Fyrsta stig þjónustu í þágu farsældar barna er grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með grunnþjónustu er átt við úrræði þar sem veittur er bæði almennur og einstaklingsbundinn stuðningur. Talið er að vaxandi fjöldi barna á Vesturlöndum, nú rúmlega helmingur allra barna, upplifi einhvers konar áfall (e. trauma) áður en þau ná 18 ára aldri. Það getur tengst skilnaði foreldra, andláti foreldris, vanrækslu, ofbeldi, áfengis- og vímuefnaneyslu foreldris/a, einelti, fráviki í þroska og flutningi milli landa (flóttafólk/innflytjendur). Rannsóknir hafa sýnt að slík reynsla eykur líkur á námsvanda, brotthvarfi úr námi og sálfélagslegum vanda síðar. Þetta kallar á breytt hlutverk kennara og endurskoðun á faglegum innviðum skólans sem höfundar hafa fjallað nánar um annars staðar (sjá t.d. Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir, 2019).Niðurstöður íslenskra rannsókna sem birtar hafa verið á undanförnum árum gefa nokkuð skýra mynd af því aukna álagi sem kennarar í grunnskólum standa frammi fyrir. Þar má meðal annars nefna niðurstöður sem sýna að meirihluti kennara upplifir hjálparleysi í starfi og telur að álagið hafi áhrif á heilsufar sitt, líðan og persónulegt líf. Einnig hafa niðurstöður sýnt sterk tengsl álags við bæði tilfinningaþrot og örmögnun á meðal kennara. Þessu má mæta með aukinni stoðþjónustu og teymisvinnu í skólastarfinu. Farsældarlögin kveða, sem fyrr segir, á um forvarnarhlutverk skólans – en því verður best sinnt með þverfaglegu samstarfi kennara og annars fagfólks. Efling fagstyrks í skólum Sveitarfélög/skólar eiga nú kost á að nýta það fjármagn sem fylgir innleiðingu farsældarlaganna til að efla faglegt starf í skólum. Þar geta skólafélagsráðgjafar fyllt flokkinn með sérþekkingu sinni á löggjöf, samstarfi kerfa ásamt verkefnaþróun og rannsóknarvinnu m.a. um starfshætti og þróun úrræða. Skref í þá átt er þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir Alþingi (267. mál, þingskjal 374) um lögbindingu skólafélagsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Markmið tillögunnar er að tryggja störf félagsráðgjafa í skólum þannig að skólar geti betur sinnt hlutverki sínu út frá áherslum nýrra farsældarlaga og brugðist við á skilvirkan hátt innan veggja skólans um leið og þörf er á. Félagsráðgjafi sem starfar í skóla hefur möguleika á að bregðast fyrr við og á auðveldara með að mynda tengsl við nemendur í nærumhverfinu en utanaðkomandi aðilar, auk þess sem stjórnendur, kennarar og annað starfsfólk hafa þá betra og skjótara aðgengi að stuðningi og ráðgjöf. Margar aðrar og gildar forsendur liggja að baki þessari tillögu. Þær er meðal annars að finna í niðurstöðum rannsókna um mikilvægi þess að líta á skólann sem lykilþátt við forvarnir og stuðningsúrræði fyrir skólabörn almennt. Samkvæmt niðurstöðunum þarf jafnframt að hafa sérstaka gát á börnum foreldra sem búa við bágar félagslegar aðstæður þar sem börnin eru í áhættu varðandi vanrækslu eða ofbeldi. Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að börn sem búa við ofangreindar aðstæður eiga oftar við tilfinninga- og félagslega erfiðleika að stríða en önnur börn. Þeim aðstæðum fylgja auknar líkur á heilsubresti og margvíslegum sálfélagslegum vanda sem getur haft afleiðingar til framtíðar bæði í lífi barnanna sjálfra og fyrir samfélagið. Þegar vá steðjar að í samfélaginu þarf sérstaklega að gæta velferðar barna. Það á meðal annars við um náttúruhamfarir, efnahagskreppu, slys og veikindafaraldur. Þá þurfa fjölskyldur, opinber þjónusta, heilbrigðiskerfi og skólasamfélagið öðrum fremur að stilla saman strengi kringum börnin. Í starfi áfallateymis í skólum eiga félagsráðgjafar oft frumkvæði að viðeigandi viðbrögðum. Þeir miðla vitneskju um úrræði og veita fólki áfallahjálp, einu sér eða með hópum og fjölskyldum, oft í nánu samstarfi við annað fagfólk, svo sem hjúkrunarfræðinga, presta og sálfræðinga. Þegar reynir meira á í skólastarfi eins og nú í kjölfar covid-faraldursins og efnahagsþrenginga, er enn meiri þörf á að endurskoða starfsemina og að huga að því hvernig best verði unnið úr reynslunni til góðs fyrir skólabarnið, foreldra þess og kennara.Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er jafnframt tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólans og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum fjölskylduaðstæðum í gjörbreyttu samfélagi. Hér skiptir miklu að „grípa börnin“ um leið og vanlíðunareinkenna gætir, og eru kennarar þá oft þeir fyrstu sem sjá viðvörunarmerkin. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Með því að vinna með kennurum og skólastjórnendum bæði í málefnum einstakra barna og með því að vinna almennt að þróun forvarna- og stuðningsúrræða fyrir nemendur, má betur búa svo um hnútana að allir nemendur geti notið sín í skólaumhverfinu á hverjum tíma. Tenging skóla, fjölskyldu og samfélagsúrræða Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Með þekkingu á einstaklingsþroska og frávikum í því sambandi, fjölskyldusamskiptum, löggjöf, þjónustustofnunum og félagslegum úrræðum vinna þeir í samræmi við inntak farsældarlaganna. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á heildarsýn og kerfiskenningum í faglegu samstarfi, innan og utan skólans. Með heildarsýn að leiðarljósi er þá unnið í samstarfi við annað fagfólk innan skólans, kennara, skólastjórnendur og fleiri, meðal annars með fræðslu, handleiðslu og fjölskylduráðgjöf.Á grundvelli þeirrar vitneskju sem rannsóknir hafa leitt líkur að er ljóst að aukið fagafl innan skóla ásamt kerfasamstarfi kringum barn í vanda og fjölskyldu þess, er forsenda þess að draga úr álagi á kennara. Það gerir skólafólki kleift að efla námsumhverfið og sinna velferð og vellíðan hvers skólabarns þannig að komist verði nær þeim mannréttindamarkmiðum að allir fái jöfn tækifæri til náms. Á þann hátt getur skólinn betur sinnt velferðarhlutverki sínu og með markvissu forvarnarstarfi komið í veg fyrir að vandi þróist óheftur og verði síðan illviðráðanlegur með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið í bráð og í lengd. Að lokum Verði þingsályktunartillagan um skólafélagsráðgjöf samþykkt er stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings ásamt aukinni hagræðingu og skilvirkni í þjónustu fyrir skólabörn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum nýju farsældarlöggjafarinnar og er í raun ein forsenda innleiðingar hennar. Með yfirsýn á velferðarkerfinu og innviðum þess kunna þeir skil á samfélagslegum úrræðum og leiðum til að koma málum í viðeigandi farvegi og fylgja þeim eftir í fjölskyldumiðuðu samráði og samvinnu við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa og mótun nýrra lausna er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarnsins, framtíðarheilsu þess, og aðlögun í samfélaginu. Sigrún Harðardóttir, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og klínískur félagsráðgjafi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun