Niceair aflýsir öllu Bretlandsflugi í júní Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 12:27 Niceair, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Foto: Vísir/Tryggvi/Vísir/Tryggvi Norðlenska flugfélagið Niceair mun aflýsa fyrirhuguðum ferðum félagsins frá Akureyri til Bretlands í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Niceair. Hið nýstofnaða félag hefur lent í nokkrum vandvæðum með Bretlandsflug félagsins. Fyrsta ferð félagsins til London var farin síðasta föstudag. Vélin flaug hins vegar tóm til Íslands og farþegum Niceair komið til Íslands eftir öðrum leiðum. Félagið hefur flogið til Kaupmannahafnar og Tenerife án vandkvæða. Niceair notast við flugvélar frá flugfélaginu HiFly sem skráð er á Möltu. Segir í tilkynningu að bresk yfirvöld vilji meina að HiFly hafi ekki heimild til flugs til og frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.Vísir/Tryggvi [Þ]eir eru samt sem áður á lista yfir viðurkennda flugrekendur af breskum stjórnvöldum. Að auki var gerð krafa um að Niceair, íslenskt fyrirtæki, hefði breskt ferðaskrifstofuleyfi til sölu pakkaferða (flug, gisting, bílaleigubílar), sem er ekki starfsemi sem Niceair er í. Hvergi var minnst á þessi atriði í 3ja mánaða umsóknarferli um lendingarheimildir og stæði á flugvöllum í Bretlandi, segir í tilkynningunni. Samningar að skarast á „Eftir því sem næst verður komist felst vandinn m.a. í því að Ísland er með tvíhliða samning við Bretland um flugþjónustu og Bretland er með sams konar samning við Evrópusambandið. Þessir tveir samningar skarast í Bretlandi. Vandamálið byrjar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrekanda með heimilisfesti í Evrópusambandinu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ segir í tilkynningu félagsins. Niceair hóf sig til lofts í síðustu viku.Vísir/Tryggvi Þar segir enn fremur að svo virðist sem að bresk yfirvöld hafi áhyggjur af neytendavernd. Eftir Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, viðurkenna Bretar ekki lengur sjálfkrafa evrópska neytendalöggjöf. Ólíklegt að lausn finnist fyrir helgi Segir í tilkynningunni að unnið hafi verið að því að finna lausn. Ólíklegt sé þó talið að slík lausn finnist fyrir helgi. „Við höfum unnið sleitulaust að lausnum og lagt mikið af útfærslum á borð breskra yfirvalda. Við gerð tillagna höfum við notið öflugs liðsinnis Samgöngustofu,Utanríkisráðuneytis og breska sendiráðsins, en allt komið fyrir ekki. Framundan er helgi í Bretlandi og það að heyra á Bretum að ólíklegt sé að sú lausn sem er á borðinu verði samþykkt í tæka tíð vegna skorts á tíma og mannafla,“ segir í tilkynningunni. Viðræður muni halda áfram og vonast er til að farsæl lausn finnist innan skamms. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er komin á. Öllum farþegum verður boðin endurgreiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að komast á áfangastað erlendis eða heim aftur, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Tengdar fréttir Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Sjá meira
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. 30. maí 2022 22:00