Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 10:16 Dagur Kár Jónsson þurfti að rifta samningi sínum við spænska félagið Ourense. Vísir/Sigurjón Dagur Kár Jónsson varð að rifta samningi sínum við spænskt körfuboltafélag til að fá viðeigandi læknisaðstoð hér á landi. Dagur samdi við KR í vor og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla, en hann lék áður með spænska liðinu Ourense. Dagur greindist með hjartavöðvabólgu þegar heim var komið til Íslands. „Á æfingum þá byrja ég bara að finna að það er eitthvað skrítið í gangi, ég er með einhvern skrítinn hjartslátt,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég fer nokkrum sinnum upp á spítala og þar eru teki hjartalínurit en það er ekkert að finnast þar. Þetta gerist nokkrum sinnum og ég reyni bara að harka þetta af mér í kannski einn og hálfan mánuð.“ „Þarna er líka komin bara pressa frá liðinu að standa sig og spila. En svo kemur bara að því að ég fæ hreinlega nóg. Ég finn að það er eitthvað virkilega mikið að og mér líður ekki vel. Þannig að ég enda bara á því að rifta samningnum mínum og koma heim.“ „Það er ekki fyrr en ég kem heim að ég fæ almennilega læknisaðstoð og fer í réttu prófin og þá kemur í ljós þessi hjartavöðvabólga.“ Dagur segist þó þakklátur fyrir að hafa komist að því hvað það var sem var að hrjá hann. „En ég er bara þakklátur fyrir að vita hvað þetta er. Þetta þarf ekkert að vera neitt hræðilegt og hefði getað verið miklu verra. Þannig ég er bara mjög spenntur að komast aftur á rétt ról.“ „Sem betur fer þarf þetta ekki að vera neitt rosalega alvarlegt. Aðalatriðið var að hvíla vel. Ég tók þarna þrjá mánuði þar sem ég var alveg off. Þetta hefði getað farið verr ef maður hefði haldið áfram á fullu. Þannig ég er bara þakklátur að þetta hafi fundist og sé á réttri leið,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Dagur samdi við KR í vor og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla, en hann lék áður með spænska liðinu Ourense. Dagur greindist með hjartavöðvabólgu þegar heim var komið til Íslands. „Á æfingum þá byrja ég bara að finna að það er eitthvað skrítið í gangi, ég er með einhvern skrítinn hjartslátt,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég fer nokkrum sinnum upp á spítala og þar eru teki hjartalínurit en það er ekkert að finnast þar. Þetta gerist nokkrum sinnum og ég reyni bara að harka þetta af mér í kannski einn og hálfan mánuð.“ „Þarna er líka komin bara pressa frá liðinu að standa sig og spila. En svo kemur bara að því að ég fæ hreinlega nóg. Ég finn að það er eitthvað virkilega mikið að og mér líður ekki vel. Þannig að ég enda bara á því að rifta samningnum mínum og koma heim.“ „Það er ekki fyrr en ég kem heim að ég fæ almennilega læknisaðstoð og fer í réttu prófin og þá kemur í ljós þessi hjartavöðvabólga.“ Dagur segist þó þakklátur fyrir að hafa komist að því hvað það var sem var að hrjá hann. „En ég er bara þakklátur fyrir að vita hvað þetta er. Þetta þarf ekkert að vera neitt hræðilegt og hefði getað verið miklu verra. Þannig ég er bara mjög spenntur að komast aftur á rétt ról.“ „Sem betur fer þarf þetta ekki að vera neitt rosalega alvarlegt. Aðalatriðið var að hvíla vel. Ég tók þarna þrjá mánuði þar sem ég var alveg off. Þetta hefði getað farið verr ef maður hefði haldið áfram á fullu. Þannig ég er bara þakklátur að þetta hafi fundist og sé á réttri leið,“ sagði Dagur að lokum. Klippa: Þurfti að rifta samningnum til þess að fá læknisaðstoð á Íslandi
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira