Geðheilbrigði er lýðheilsumál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 16. júní 2022 08:31 Á lokadögum þingsins var stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 samþykkt. Stefnan ber með sér að rík áhersla er lögð á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni og stuðning í heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að auka skuli áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðisþjónustu. Ýmsu hefur verið áorkað undanfarin ár en ljóst er að enn skortir heildstæða og samhæfða nálgun í geðheilbrigðismálum. Það á við allt frá geðrækt, forvörnum og snemmbærum úrræðum til geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum og á milli velferðarþjónustukerfa og við dómskerfi. Stefnan tekur mið af framangreindu og er sett fram með hliðsjón af fjórum kjarnaþáttum og áherslum, sem munu endurspeglast í þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðuneytið mun móta. Það skiptir miklu máli að við leggjum áherslu á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og tryggjum að úrræði verði til staðar sem veitir viðeigandi þjónustu til þeirra barna sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Aukin þekking og reynsla hefur leitt af sér aukinn skilning á mikilvægi þessa tímabils í lífi einstaklinga. Gagnreyndar og fyrirbyggjandi aðgerðir Hvaða varðar geðheilsu og vellíðan er mikilvægt að litið verði til fyrstu 1000 daga barnsins, sbr. skýrslu landlæknis um framtíðarsýn og tillögur að aðgerðum frá því í júní árið 2021.Í henni eru lagðar fram aðgerðir sem brýnt er að ráðast í á næstu árum. Þá er einnig mikilvægt að skoða sóknarfæri til að efla geðheilsu í æsku og líta þar til verndandi þátta sem vega hvað þyngst hvað hana varðar er tengjast æskuárunum. Varðandi gagnreyndar og fjölbreyttar aðferðir við meðferð geðraskana er mikilvægt að nýta í ljósi bestu þekkingar sem fyrir hendi er hverju sinni. Auk þess ber að leggja áherslu á þverfaglega mönnun og fjölgun fagstétta. Heildræn geðheilbrigðisþjónusta á að vera samþætt og byggð á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Notendasamráð og mælaborð geðheilsu Stefnan gerir ráð fyrir stofnun Geðráðs þar sem allir helstu hagsmunaaðilar, stjórnvöld, fagfólk, notendur og aðstandendur koma saman og fjalla um málaflokkinn. Lagt er áherslu á að samhliða stofnun þess taki upp svokallað mælaborð geðheilsu. Slíkur gagnagrunnur væri til þess fallinn að auðvelda vinnslu og aðgengi að upplýsingum um geðheilbrigðismál og átta sig betur á stöðunni hverju sinni. Með framtíðarsýn að leiðarljósi Hér er um mikilvægt framfararskref að ræða og með samþykkt þessarar stefnu í geðheilbrigðismálum erum við að senda skýr skilaboð. Skilaboð um að við ætlum að fjárfesta í geðheilsu fólks. Fjárfesta í fólki. Það skiptir máli að við tökum utan um þennan málaflokk af festu með framtíðarsýn að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á lokadögum þingsins var stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 samþykkt. Stefnan ber með sér að rík áhersla er lögð á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni og stuðning í heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að auka skuli áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðisþjónustu. Ýmsu hefur verið áorkað undanfarin ár en ljóst er að enn skortir heildstæða og samhæfða nálgun í geðheilbrigðismálum. Það á við allt frá geðrækt, forvörnum og snemmbærum úrræðum til geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum og á milli velferðarþjónustukerfa og við dómskerfi. Stefnan tekur mið af framangreindu og er sett fram með hliðsjón af fjórum kjarnaþáttum og áherslum, sem munu endurspeglast í þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðuneytið mun móta. Það skiptir miklu máli að við leggjum áherslu á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og tryggjum að úrræði verði til staðar sem veitir viðeigandi þjónustu til þeirra barna sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Aukin þekking og reynsla hefur leitt af sér aukinn skilning á mikilvægi þessa tímabils í lífi einstaklinga. Gagnreyndar og fyrirbyggjandi aðgerðir Hvaða varðar geðheilsu og vellíðan er mikilvægt að litið verði til fyrstu 1000 daga barnsins, sbr. skýrslu landlæknis um framtíðarsýn og tillögur að aðgerðum frá því í júní árið 2021.Í henni eru lagðar fram aðgerðir sem brýnt er að ráðast í á næstu árum. Þá er einnig mikilvægt að skoða sóknarfæri til að efla geðheilsu í æsku og líta þar til verndandi þátta sem vega hvað þyngst hvað hana varðar er tengjast æskuárunum. Varðandi gagnreyndar og fjölbreyttar aðferðir við meðferð geðraskana er mikilvægt að nýta í ljósi bestu þekkingar sem fyrir hendi er hverju sinni. Auk þess ber að leggja áherslu á þverfaglega mönnun og fjölgun fagstétta. Heildræn geðheilbrigðisþjónusta á að vera samþætt og byggð á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Notendasamráð og mælaborð geðheilsu Stefnan gerir ráð fyrir stofnun Geðráðs þar sem allir helstu hagsmunaaðilar, stjórnvöld, fagfólk, notendur og aðstandendur koma saman og fjalla um málaflokkinn. Lagt er áherslu á að samhliða stofnun þess taki upp svokallað mælaborð geðheilsu. Slíkur gagnagrunnur væri til þess fallinn að auðvelda vinnslu og aðgengi að upplýsingum um geðheilbrigðismál og átta sig betur á stöðunni hverju sinni. Með framtíðarsýn að leiðarljósi Hér er um mikilvægt framfararskref að ræða og með samþykkt þessarar stefnu í geðheilbrigðismálum erum við að senda skýr skilaboð. Skilaboð um að við ætlum að fjárfesta í geðheilsu fólks. Fjárfesta í fólki. Það skiptir máli að við tökum utan um þennan málaflokk af festu með framtíðarsýn að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun