Ráðgjafarnir eru lykilfólk SÁÁ Þráinn Farestveit skrifar 16. júní 2022 15:30 Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun