Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 14:40 Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota. Vísir/EPA Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49