Fótbolti

Belgía vann stórsigur í lokaleik sínum fyrir EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Davinia Vanmechelen skoraði þrennu fyrir belgíska liðið.
Davinia Vanmechelen skoraði þrennu fyrir belgíska liðið. Laurens Lindhout/Soccrates/Getty Images

Belgía, sem mun leika í sama riðli og Ísland á EM í fótbolta í sumar, endaði undirbúning sinn fyrir mótið með því að vinna afar öruggan 6-1 sigur gegn Lúxemborg í kvöld.

Davinia Vanmechelen kom belgíska liðinu yfir snemma leiks áður en Caroline Jorge jafnaði metin fyrir Lúxemborg á 34. mínútu.

Vanmechelen bætti öðru marki sínu við á 44. mínútu, en Amber Tysiak sá til þess að belgísku stelpurnar fóru með 3-1 forystu inn í hálfleikinn með marki í uppbótartíma.

Áðurnefnd Vanmechelen fullkomnaði svo þrennu sína á 51. mínútu áður en Tysiak skoraði annað mark sitt og fimmta marg Belga þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka.

Það var svo Jassina Blom sem skoraði sjötta og seinasta mark Belgíu og niðurstaðan því 6-1 sigur heimakvenna.

Eins og áður segir er Belgía með Íslandi í riðli á EM sem hefst eftir rúma viku. Fyrsti leikur Belgíu er einmitt gegn Íslandi þann 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×