Ensk stórlið mokgræða á undirbúningstímabilinu: Gætu fengið 485 milljónir fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2022 20:00 Liverpool fer til Singapúr. EPA-EFE/JOSE COELHO Stórlið ensku úrvalsdeildarinnar eru loks á leið í það sem mætti kalla eðlilegt undirbúningstímabil eftir að kórónufaraldurinn lék heiminn grátt. Fagna gjaldkerar liðanna eflaust hvað mest ef marka má tölur sem birtust á The Athletic. Á íþróttavefnum Athletic er farið yfir æfingaferðir stórliða ensku úrvalsdeildarinnar og hvað liðin græða fjárhagslega á því. Helmingur allra liða í ensku úrvalsdeildinni mun spila æfingaleiki utan Evrópu í von um að græða sem mest. Arsenal, Chelsea, Everton og Manchester City eru öll á leið til Bandaríkjanna á meðan Aston Villa, Crystal Palace, Leeds United og Manchester United munu öll heimsækja Ástralíu. Liverpool mun eyða í Singapúr og Tottenham Hotspur mun ferðast til Suður-Kóreu. Þá munu spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona spila El Clásico í Las Vegas í Bandaríkjunum. Það hljómar eflaust undarlega að eyða dýrmætum tíma af undirbúningstímabilinu í heimshornaflakk en þegar innkoma liðanna vegna þessara ferðalaga er skoðuð þá verður þetta skiljanlegra. Premier League clubs are readying themselves for their first full pre-season since COVID hit: Chance to recoup money lost due to pandemic Half of #PL participating in matches outside of Europe Europe s elite can demand fees of over £2m per game @DanSheldonSport— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 1, 2022 Stærstu knattspyrnufélögin urðu af gríðarlegum tekjum í faraldrinum og ætla að bæta það upp nú. Í frétt The Athletic er talið að stærstu félögin gætu fengið allt að fjórar milljónir punda, tæplega 650 milljónir íslenskra króna, fyrir einn vináttuleik. Kostnaður við ferðalagið og að spila leikinn gæti verið ein milljón punda sem þýðir að hagnaðurinn er þrjár milljónir punda eða 485 milljónir íslenskra króna. Eftir mögur ár eru slíkar upphæðir vel þegnar og útskýra að mörgu leyti af hverju liðin leggja slík ferðalög á sig. Þá eykst sala á varningi tengdum liðunum gríðarlega við komu þeirra til landa á borð við Ástralíu, Singapúr og Bandaríkjanna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Á íþróttavefnum Athletic er farið yfir æfingaferðir stórliða ensku úrvalsdeildarinnar og hvað liðin græða fjárhagslega á því. Helmingur allra liða í ensku úrvalsdeildinni mun spila æfingaleiki utan Evrópu í von um að græða sem mest. Arsenal, Chelsea, Everton og Manchester City eru öll á leið til Bandaríkjanna á meðan Aston Villa, Crystal Palace, Leeds United og Manchester United munu öll heimsækja Ástralíu. Liverpool mun eyða í Singapúr og Tottenham Hotspur mun ferðast til Suður-Kóreu. Þá munu spænsku stórliðin Real Madríd og Barcelona spila El Clásico í Las Vegas í Bandaríkjunum. Það hljómar eflaust undarlega að eyða dýrmætum tíma af undirbúningstímabilinu í heimshornaflakk en þegar innkoma liðanna vegna þessara ferðalaga er skoðuð þá verður þetta skiljanlegra. Premier League clubs are readying themselves for their first full pre-season since COVID hit: Chance to recoup money lost due to pandemic Half of #PL participating in matches outside of Europe Europe s elite can demand fees of over £2m per game @DanSheldonSport— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 1, 2022 Stærstu knattspyrnufélögin urðu af gríðarlegum tekjum í faraldrinum og ætla að bæta það upp nú. Í frétt The Athletic er talið að stærstu félögin gætu fengið allt að fjórar milljónir punda, tæplega 650 milljónir íslenskra króna, fyrir einn vináttuleik. Kostnaður við ferðalagið og að spila leikinn gæti verið ein milljón punda sem þýðir að hagnaðurinn er þrjár milljónir punda eða 485 milljónir íslenskra króna. Eftir mögur ár eru slíkar upphæðir vel þegnar og útskýra að mörgu leyti af hverju liðin leggja slík ferðalög á sig. Þá eykst sala á varningi tengdum liðunum gríðarlega við komu þeirra til landa á borð við Ástralíu, Singapúr og Bandaríkjanna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira