Hugleiðing um hold Jóna Torfadóttir skrifar 2. júlí 2022 08:01 Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun