„Fídus“ seðlabankastjórans Hjalti Þórisson skrifar 2. júlí 2022 11:00 Þann 15. júní var viðtal við Seðlabankastjóra Íslands í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Þar lýsti bankastjórinn sérstökum áhyggjum sínum af mikilli veðsetningu ungs fólsks, fyrstu kaupenda sem hafa um skeið notið hærra veðsetningarmarks en aðrir, og get ég látið það liggja á milli hluta hér. Eðlilegt að gjalda varhug við of mikilli skuldsetningu eins og reynslan hefur sýnt. Bankastjórinn lýsti sérdeilis áhyggjum sínum af verðtryggðum lánum og áhættu sem þeim fylgi. Þetta kemur þvert á þann áhyggjukór af óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum sem kirjað hefur upp á síðkastið eftir að verðbólgan fór aftur af stað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans sjálfs og í framhaldinu lánastofnana á vöxtum á þeim. Þær hækkanir, og fyrirsjáanlega enn frekari, gjaldfalla beint á buddu skuldara og hleypa greiðslugetu þeirra í uppnám. Þær hækkanir eru hreinar og klárar verðbætur; verið er að elta verðbólguna, en greiðast strax af öllum höfuðstólnum sem þó er ekki gjaldfallinn; - öfugt við verðtryggð lán. Orðrétt sagði bankastjórinn: „Verðtyggð lán bjóða upp á ákveðna áhættu. Þú [sic] ert ekki að borga vexti af láninu – almennilega. Verðbólgan [les: verðbætur] færist á höfuðstólinn - lánin safnast upp. Allir sem hafa verið með verðtryggð lán hafa séð þetta. Fólk borgar af láninu en samt hækkar höfðustóllinn. Þessi fídus getur verið hættulegur.“ Og eftir honum er haft að verðtryggðum lánum megi að vissu leyti líkja við svokölluð kúlulán. Af orðum bankastjórans er að skilja að áhættan sé sú að verðtryggðar skuldir hækki bara og hækki stjórnlaust einhvernveginn - eða hvað á hann við með „lánin safnast upp“? Það verður naumast skilið öðruvísi en svo að hann meini að fólk verði þá skuldugra og skuldugra; - það sé janfvel verið að féfletta það; veðsetningin fari úr böndunum og gengið verði að fólki. Þetta segir hann án nokkurs samhengis við þau verðmæti sem lán þessi eiga að tryggja; - verðgildi þeirra fjármuna sem léðir eru svo jafnvirði fáist endurgreitt (sem hann í embætti sínu skal standa vörð um); – einnig án samhengis við verðgildi þeirra eigna sem þau er veðsett í - íbúðanna sem stendur þar á móti - (og sem hækkar og hækkar og „safnast upp“); – sem og við þær tekjur sem aflað er til að endurgreiða þau; - sem hækka jafnan viðlíka NB ? Það er svo að skilja að þau muni kollkeyra fólk einhvern tímann einhvern veginn – í nálægri eða fjarlægri framtíð!! Hver veit ! Bankastjórinn beinir hér spjótum sínum augsýnilega að verðtryggðum langtíma jafngreiðslulánum og tekur undir við rægitungur slíkra lána sem sjá ofsjónum yfir fjölgun rýrnandi króna á þeim. Hér er lítið rými til að fræða bankastjórann um eðli þeirra nema hvað: Þessar fullyrðingar hans standast illa og ekki. Framan af lánstíma slíkra lána borgast sáralítið af höfuðstól þeirra og aðallega vextir. Það er skýringin á því hve lítið gengur á höfuðstólinn framan af; enda eru þetta alvöru langtímalán – sem einungis halda verðgildi sínu og sömuleiðis líka í samanburði við verð eignanna á móti og launaþróun, - halda jafnvel ekki í við þær hækkanir eins og dæmin sanna. Bankastjórinn skautar hér algjörlega framhjá sinni rýrnandi krónu, sem er skýringin á fjölgun krónanna, og gefur í skyn með orðum sínum að hún haldi gildi sínu. Þegar svo líður á lánstíma lánanna hækkar afborgunin í jafngreiðslunni og verður niðurgreiðslan megnið af jafngreiðslunni síðari hluta hans (hlutur vaxta lækkar með lækkandi eftirstöðvum). Hinn verðbætti höfuðstóll lækkar þá hratt. „Allir sem hafa verið með verðtryggð lán [lengi ] hafa séð þetta.“ Jafngreiðsla og langtímalánveiting er ekki verðtrygging, svo það sé sagt. Hins vegar er verðtrygging forsenda fyrir því að unnt sé að veita slík lán, sem gera fólki kleift að eignast húsnæði án þess að lifa við hungurmörk, greiðslukúgun og leiguokur og annað verra, í krónuskjóli Seðlabanka Íslands – og eru forsenda þess. Þeim mætti fremur líkja við væga leigu sem þó skilar sér í öruggu húsnæði og eign. Svona er nú um „fídusinn“. Svo ótrúlegt sem það er þá beinist rógur gegn verðtryggðingu ekki síst gegn þessum lánum á lokastigi þeirra, dregin upp formyrkvuð mynd af þeim, – og ólíklegasta fólk gleypir við því; þar á meðal helstu ráðamenn fjármála. Staðreyndin er þessi: Lánin „safnast ekki upp“. Krónutöluhækkanir þeirra tryggja aðeins verðgildi/jafnvirði skuldarinnar. Fjölgun krónanna stafar af rýrnun þeirra sem bankastjóranum er ætlað að verja; - minna fæst fyrir hverja. Vitanlega fjölgar krónunum þegar verðgildi þeirra minnkar - common cens. Menn skulda og greiða jafnvirði. Sé óðaverðbólga á húsnæðismarkaði sérstaklega eins og hér vex eignarhlutur þeirra sem eru með verðtryggð lán. Taki verðlag upp á því að lækka (sem er fátítt hér á landi en gæti gerst) þá lækka lánin í samræmi við það [í krónutölum]. Þörfin fyrir verðtryggingu stafar af því að Seðlabankinn er ófær um að tryggja gildi krónunnar. Tækist það væri allt sjálfkrafa verðtryggt. Bankastjórinn virðist ekki kunna skil á muninum á vöxtum og verðbótum; – annars vegar ávöxtun/leiguverði fyrir afnot (vöxtum) og hins vegar verðgildisuppbótum þess sem endurgreitt er með rýrnandi gjaldmiðli; - setur þar samasemmerki. „Þú ert ekki að borga vexti af láninu – almennilega”. Ha! Jú - umsamdir vextir eru greiddir að fullu, ekki aðeins á nafnverð; - þeir jafnframt verðbættir. Nú um stundir eru þeir í sögulegu lágmarki og munu ekki hækka úr hófi frekar er verið hefur um langt skeið á slíkum lánum. Hvað er maðurinn að segja ? Jú, hann er að segja að lántakendur eigi að staðgreiða alla verðbætingu, sem hann sýnilega lítur á sem vexti, og sem fellur á allan höfuðstólinn, eftirstöðvarnar sem ekki eru gjaldfallnar, í gegnum hækkaða vexti; - sem sagt á stundinni; - beint úr buddunni takk fyrir. Það er bein aðför að greiðslugetu fólks. Slíkt er í raun fyrirfram rukkanir á höfuðstól – beinlínis forsendubrestur. Maður hlýtur að spyrja: Minnkar það áhættuna? – eða stöðugleikann ! Eins og seðlabankastjóra á að vera kunnugt þá þurfa lántakendur að undirgangast greiðslumat, sem á að tryggja að þeir séu borgunarmenn fyrir greiðslubyrði sinni og á að taka af allan vafa um „áhættu“ af henni. Þegar um verðtryggð langtímalán á föstum vöxtum með jafngreiðslum er að ræða haggar það ekki greiðslubyrðinni þó krónuræksnin verði fleiri eftir því sem þau rýrna í roðinu. Undirritaður er einn þeirra sem getur borið um þetta af áratuga reynslu. Það blasir við að undir liggur að bankastjórann fýsir að stýrivaxtahækkanir hans bíti á vexti húsnæðislána almennings; - hið umsamda verð þeirra; vill hræra í föstum, frágengndum og greiðslumetnum lánakjörum fólks – íþyngja því; - er sérstaklega illa við fasta vexti. Þeir kalla slíkt því fína orði hagstjórn. Ímynda sér að það sé tæki í baráttu við verðbólgu. Ekki sýnir reynslan það. Vaxtabreytingar geta átt rétt á sér á markaði – þegar samið er um verð – en alls ekki á umsamdar skuldbindingar og lánakjörverð. Breytilegir vextir á fjárskuldbindingum er meinsemd. Hún var innleidd hér árið 1976 án lagastoðar og hleypti hér öllu í bál og brand. Bankastjóranum er sýnilega einnig ókunnugt um holl heilbrigðisáhrif verðtryggingar gegn verðbólgu sem löngu hefur sannað sig. Steininn tekur úr þegar hann líkir verðtryggðum lánum (jafngreiðslu-) við kúlulán. Þessu er ekki saman að jafna og er óskammfeilin samlíking; augljóslega gerð til að koma óorði á þessi lán. Slíkt léttúðartal er ekki sæmandi manni í þessari stöðu (sjá um kúlulán: wikipedia.org/wiki/Kúlulán). Höfundur er fyrrum framhaldskólakennari í skjóli verðtryggingar lífeyrissjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní var viðtal við Seðlabankastjóra Íslands í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Þar lýsti bankastjórinn sérstökum áhyggjum sínum af mikilli veðsetningu ungs fólsks, fyrstu kaupenda sem hafa um skeið notið hærra veðsetningarmarks en aðrir, og get ég látið það liggja á milli hluta hér. Eðlilegt að gjalda varhug við of mikilli skuldsetningu eins og reynslan hefur sýnt. Bankastjórinn lýsti sérdeilis áhyggjum sínum af verðtryggðum lánum og áhættu sem þeim fylgi. Þetta kemur þvert á þann áhyggjukór af óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum sem kirjað hefur upp á síðkastið eftir að verðbólgan fór aftur af stað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans sjálfs og í framhaldinu lánastofnana á vöxtum á þeim. Þær hækkanir, og fyrirsjáanlega enn frekari, gjaldfalla beint á buddu skuldara og hleypa greiðslugetu þeirra í uppnám. Þær hækkanir eru hreinar og klárar verðbætur; verið er að elta verðbólguna, en greiðast strax af öllum höfuðstólnum sem þó er ekki gjaldfallinn; - öfugt við verðtryggð lán. Orðrétt sagði bankastjórinn: „Verðtyggð lán bjóða upp á ákveðna áhættu. Þú [sic] ert ekki að borga vexti af láninu – almennilega. Verðbólgan [les: verðbætur] færist á höfuðstólinn - lánin safnast upp. Allir sem hafa verið með verðtryggð lán hafa séð þetta. Fólk borgar af láninu en samt hækkar höfðustóllinn. Þessi fídus getur verið hættulegur.“ Og eftir honum er haft að verðtryggðum lánum megi að vissu leyti líkja við svokölluð kúlulán. Af orðum bankastjórans er að skilja að áhættan sé sú að verðtryggðar skuldir hækki bara og hækki stjórnlaust einhvernveginn - eða hvað á hann við með „lánin safnast upp“? Það verður naumast skilið öðruvísi en svo að hann meini að fólk verði þá skuldugra og skuldugra; - það sé janfvel verið að féfletta það; veðsetningin fari úr böndunum og gengið verði að fólki. Þetta segir hann án nokkurs samhengis við þau verðmæti sem lán þessi eiga að tryggja; - verðgildi þeirra fjármuna sem léðir eru svo jafnvirði fáist endurgreitt (sem hann í embætti sínu skal standa vörð um); – einnig án samhengis við verðgildi þeirra eigna sem þau er veðsett í - íbúðanna sem stendur þar á móti - (og sem hækkar og hækkar og „safnast upp“); – sem og við þær tekjur sem aflað er til að endurgreiða þau; - sem hækka jafnan viðlíka NB ? Það er svo að skilja að þau muni kollkeyra fólk einhvern tímann einhvern veginn – í nálægri eða fjarlægri framtíð!! Hver veit ! Bankastjórinn beinir hér spjótum sínum augsýnilega að verðtryggðum langtíma jafngreiðslulánum og tekur undir við rægitungur slíkra lána sem sjá ofsjónum yfir fjölgun rýrnandi króna á þeim. Hér er lítið rými til að fræða bankastjórann um eðli þeirra nema hvað: Þessar fullyrðingar hans standast illa og ekki. Framan af lánstíma slíkra lána borgast sáralítið af höfuðstól þeirra og aðallega vextir. Það er skýringin á því hve lítið gengur á höfuðstólinn framan af; enda eru þetta alvöru langtímalán – sem einungis halda verðgildi sínu og sömuleiðis líka í samanburði við verð eignanna á móti og launaþróun, - halda jafnvel ekki í við þær hækkanir eins og dæmin sanna. Bankastjórinn skautar hér algjörlega framhjá sinni rýrnandi krónu, sem er skýringin á fjölgun krónanna, og gefur í skyn með orðum sínum að hún haldi gildi sínu. Þegar svo líður á lánstíma lánanna hækkar afborgunin í jafngreiðslunni og verður niðurgreiðslan megnið af jafngreiðslunni síðari hluta hans (hlutur vaxta lækkar með lækkandi eftirstöðvum). Hinn verðbætti höfuðstóll lækkar þá hratt. „Allir sem hafa verið með verðtryggð lán [lengi ] hafa séð þetta.“ Jafngreiðsla og langtímalánveiting er ekki verðtrygging, svo það sé sagt. Hins vegar er verðtrygging forsenda fyrir því að unnt sé að veita slík lán, sem gera fólki kleift að eignast húsnæði án þess að lifa við hungurmörk, greiðslukúgun og leiguokur og annað verra, í krónuskjóli Seðlabanka Íslands – og eru forsenda þess. Þeim mætti fremur líkja við væga leigu sem þó skilar sér í öruggu húsnæði og eign. Svona er nú um „fídusinn“. Svo ótrúlegt sem það er þá beinist rógur gegn verðtryggðingu ekki síst gegn þessum lánum á lokastigi þeirra, dregin upp formyrkvuð mynd af þeim, – og ólíklegasta fólk gleypir við því; þar á meðal helstu ráðamenn fjármála. Staðreyndin er þessi: Lánin „safnast ekki upp“. Krónutöluhækkanir þeirra tryggja aðeins verðgildi/jafnvirði skuldarinnar. Fjölgun krónanna stafar af rýrnun þeirra sem bankastjóranum er ætlað að verja; - minna fæst fyrir hverja. Vitanlega fjölgar krónunum þegar verðgildi þeirra minnkar - common cens. Menn skulda og greiða jafnvirði. Sé óðaverðbólga á húsnæðismarkaði sérstaklega eins og hér vex eignarhlutur þeirra sem eru með verðtryggð lán. Taki verðlag upp á því að lækka (sem er fátítt hér á landi en gæti gerst) þá lækka lánin í samræmi við það [í krónutölum]. Þörfin fyrir verðtryggingu stafar af því að Seðlabankinn er ófær um að tryggja gildi krónunnar. Tækist það væri allt sjálfkrafa verðtryggt. Bankastjórinn virðist ekki kunna skil á muninum á vöxtum og verðbótum; – annars vegar ávöxtun/leiguverði fyrir afnot (vöxtum) og hins vegar verðgildisuppbótum þess sem endurgreitt er með rýrnandi gjaldmiðli; - setur þar samasemmerki. „Þú ert ekki að borga vexti af láninu – almennilega”. Ha! Jú - umsamdir vextir eru greiddir að fullu, ekki aðeins á nafnverð; - þeir jafnframt verðbættir. Nú um stundir eru þeir í sögulegu lágmarki og munu ekki hækka úr hófi frekar er verið hefur um langt skeið á slíkum lánum. Hvað er maðurinn að segja ? Jú, hann er að segja að lántakendur eigi að staðgreiða alla verðbætingu, sem hann sýnilega lítur á sem vexti, og sem fellur á allan höfuðstólinn, eftirstöðvarnar sem ekki eru gjaldfallnar, í gegnum hækkaða vexti; - sem sagt á stundinni; - beint úr buddunni takk fyrir. Það er bein aðför að greiðslugetu fólks. Slíkt er í raun fyrirfram rukkanir á höfuðstól – beinlínis forsendubrestur. Maður hlýtur að spyrja: Minnkar það áhættuna? – eða stöðugleikann ! Eins og seðlabankastjóra á að vera kunnugt þá þurfa lántakendur að undirgangast greiðslumat, sem á að tryggja að þeir séu borgunarmenn fyrir greiðslubyrði sinni og á að taka af allan vafa um „áhættu“ af henni. Þegar um verðtryggð langtímalán á föstum vöxtum með jafngreiðslum er að ræða haggar það ekki greiðslubyrðinni þó krónuræksnin verði fleiri eftir því sem þau rýrna í roðinu. Undirritaður er einn þeirra sem getur borið um þetta af áratuga reynslu. Það blasir við að undir liggur að bankastjórann fýsir að stýrivaxtahækkanir hans bíti á vexti húsnæðislána almennings; - hið umsamda verð þeirra; vill hræra í föstum, frágengndum og greiðslumetnum lánakjörum fólks – íþyngja því; - er sérstaklega illa við fasta vexti. Þeir kalla slíkt því fína orði hagstjórn. Ímynda sér að það sé tæki í baráttu við verðbólgu. Ekki sýnir reynslan það. Vaxtabreytingar geta átt rétt á sér á markaði – þegar samið er um verð – en alls ekki á umsamdar skuldbindingar og lánakjörverð. Breytilegir vextir á fjárskuldbindingum er meinsemd. Hún var innleidd hér árið 1976 án lagastoðar og hleypti hér öllu í bál og brand. Bankastjóranum er sýnilega einnig ókunnugt um holl heilbrigðisáhrif verðtryggingar gegn verðbólgu sem löngu hefur sannað sig. Steininn tekur úr þegar hann líkir verðtryggðum lánum (jafngreiðslu-) við kúlulán. Þessu er ekki saman að jafna og er óskammfeilin samlíking; augljóslega gerð til að koma óorði á þessi lán. Slíkt léttúðartal er ekki sæmandi manni í þessari stöðu (sjá um kúlulán: wikipedia.org/wiki/Kúlulán). Höfundur er fyrrum framhaldskólakennari í skjóli verðtryggingar lífeyrissjóðanna.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun