Þróttur sendir frá sér yfirlýsingu eftir N1 mótið: „Framkoma sem á ekki að sjást“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2022 21:00 N1-mótið á Akureyri er eitt stærsta barnamót landsins. Tröll.is Knattspyrnudeild Þróttar hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að félagið ákvað að senda eitt af liðum sínum ekki í kappleik um sæti á mótinu. Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022 Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022
Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira