Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:01 Víkingar hafa verið óstöðvandi að undanförnu. Vísir/Hulda Margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Byrjun Víkings í Bestu deildinni var nokkuð brösug en liðið hefur heldur betur fundið taktinn að undanförnu og dansar nú sem aldrei fyrr. Eftir 0-3 tap gegn Breiðabliki þann 16. maí höfðu Íslands- og bikarmeistararnir tapað þremur af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þá hafði liðið einnig gert markalaust jafntefli gegn Leikni Reykjavík. Síðan þá hafa Víkingar verið nær óstöðvandi, raðað inn mörkum og varla fengið á sig mark, markatala liðsins í síðustu átta leikjum er 33-3. Vissulega hafa Víkingar mætt misgóðum liðum í bikar- og Evrópukeppni en síðustu tveir deildarleikir hafa verið einkar sannfærandi. Víkingar fóru til Vestmannaeyja og unnu einkar öruggan 3-0 útisigur og sömu sögu var að segja er liðið heimsótti KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Víkingar stóðu af sér storm í upphafi leiks er KR-ingar hentu öllu sem þeir áttu í gestina. Eftir að Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Staðan í deildinni er svo þannig að ef Víkingar vinna leikinn sem þeir eiga til góða á Blika þá munar aðeins sex stigum á liðunum. Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin) Á meðan Malmö, sem er ríkjandi sænskur meistari, hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu hafa Víkingar verið á blússandi siglingu. Það ættu því að vera gestirnir sem mæta fullir sjálfstraust er leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Þá er vert að minnast á að Víkingar mæta þar sínum fyrrum læriföður en Miloš Milojević þjálfara Malmö í dag. Talið er að sæti hans sé orðið nokkuð heitt en sænsku meistararnir töpuðu einkar óvænt gegn Sundsvall á dögunum. Undankeppni Meistaradeildar Evrópu @malmoffen @vikingurfc Í beinni á þriðjudag kl. 16:40 pic.twitter.com/DdCJRv8ch3— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 4, 2022 Leikur Malmö og Víkings hefst klukkan 17.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.40.
Sigurhrina Víkinga Valur 1-3 Víkingur (Besta deildin) Haukar 0-7 Víkingur (Mjólkurbikar) Víkingur 2-1 KA (Besta deildin) ÍBV 0-3 Víkingur (Besta deildin) Víkingur 6-1 Levadia Tallinn (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Víkingur 1-0 Inter Escaldes (Forkeppni Meistaradeildar Evrópu) Selfoss 0-6 Víkingur (Mjólkurbikar) KR 0-3 Víkingur (Besta deildin)
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira