Skotvopnalöggjöfin og endurskoðun Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 7. júlí 2022 09:01 Katrín Jakobsdóttir talar um að endurskoðun skotvopnalaga sé nauðsynleg og leggur því til stuðnings skotvopnaárásirnar sem hafa verið síðastliðin ár á íslandi. Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana. Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Líkt og áður hefur verið sagt er endurskoðun á skotvopnalögum fagnaðarefni en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu og endurskoða þá stefnu frekar en að stinga hausnum í sandinn gagnvart hinu sanna þjóðfélagslega vandamáli sem þjóðfélagið er að glíma við þessa dagana. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar mjög góða grein um þetta mál á Vísi/skoðun þann 06. júlí 2022 með yfirskriftinni „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“ Þar bendir Grímur á afleiðingar einangrunar, útskúfunar, eineltis og fleiri þátta sem leiða til geðræna vandamála síðar á ævinni en einnig bendir Grímur á hvað mætti gera til að gera sem mest til að koma í veg fyrir svona vandamál, mæli með að fólk lesi þessa grein. Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu. Höfundur er Skotvopnaeigandi og veiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Tengdar fréttir Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41 Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26 „Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“ Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 23. júní 2022 20:31 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir talar um að endurskoðun skotvopnalaga sé nauðsynleg og leggur því til stuðnings skotvopnaárásirnar sem hafa verið síðastliðin ár á íslandi. Endurskoðun skotvopnalaga ber að fagna svo lengi sem einstaklingar sem hafa vit á því sem lögin snerta hafa umsjón og aðkomu að endurskoðun og hugsanlegri breytingu lagana. Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Líkt og áður hefur verið sagt er endurskoðun á skotvopnalögum fagnaðarefni en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu og endurskoða þá stefnu frekar en að stinga hausnum í sandinn gagnvart hinu sanna þjóðfélagslega vandamáli sem þjóðfélagið er að glíma við þessa dagana. Grímur Atlason framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar mjög góða grein um þetta mál á Vísi/skoðun þann 06. júlí 2022 með yfirskriftinni „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“ Þar bendir Grímur á afleiðingar einangrunar, útskúfunar, eineltis og fleiri þátta sem leiða til geðræna vandamála síðar á ævinni en einnig bendir Grímur á hvað mætti gera til að gera sem mest til að koma í veg fyrir svona vandamál, mæli með að fólk lesi þessa grein. Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu. Höfundur er Skotvopnaeigandi og veiðimaður.
Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“ Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir. 5. júlí 2022 13:41
Kanna hvort ástæða sé til að herða vopnalöggjöfina „Það þyrmir yfir mann hreinlega, yfir svona fullkomlega tilgangslausu ódæðisverki,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárásina sem gerð var í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. 4. júlí 2022 19:26
„Minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri“ Sérsveit Ríkislögreglustjóra vopnaðist margfalt oftar á síðasta ári vegna skotvopna en fimm árum áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir minna hik við að beita skotvopnum á almannafæri en áður. 23. júní 2022 20:31
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun