Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 7. júlí 2022 07:23 Alls hafa rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. AP/Hollie Adams Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Alls hafa því rúmlega fimmtíu ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðstoðarmenn í bresku ríkisstjórninni sagt af sér síðasta rúma sólarhringinn. Margir í þingliði Íhaldsmanna – sem hafa verið nánir stuðningsmenn Johnsons – hafa nú snúið baki við forsætisráðherranum, gagnrýnt stjórnunarhætti hans og hvatt til afsagnar, vegna skipunar hans á Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns eftir að sá hafði verið sakaður um kynferðislega áreitni. Þegar Johnson réði Pincher vissi hann af ásökununum gegn honum en Johnson hefur sagt að hann hafi séð eftir ráðningunni. Hann segist þó ætla sér að halda starfi sínu áfram enda hafi hann til þess skýrt umboð frá kjósendum. Johnson rak hinn þaulreynda ráðherra húsnæðismála, Michael Gove, úr embætti í gærkvöldi eftir að Gove hafði gagnrýnt Johnson og skorað á hann að segja af sér, en Johnsons bíður nú meðal annars það verkefni að skipa nýtt fólk í rúmlega tuttugu stöður í bresku ríkisstjórninni. Í gær sagði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, að erfitt væri að sjá að Johnson myndi halda embætti sínu sem forsætisráðherra. Í samtali við fréttastofu sagði hann að djúpstæð vantrú og vantraust á forystu hans væri að brjótast fram. „Enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir Eiríkur. Uppfært klukkan 7:56: Michelle Donelan, menntamálaráðherra, hefur einnig sagt af sér.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórðir særðir eftir árás á bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira