Leitin að nýjum leiðtoga hafin en Íhaldsflokkurinn áfram í sterkri stöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júlí 2022 19:44 Eiríkur Bergmann segir leitina að nýjum leiðtoga eftir afsögn Boris Johnson þegar hafna. Vísir/AP Boris Johnson hefur ákveðið að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins en mun gegna embætti forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki augljóst á þessari stundu hver muni taka við. Þrátt fyrir mótmæli Verkamannaflokksins virðist ekkert benda til að flokkurinn komi illa út, sem sýni fram á styrk hans. Skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma kom Boris Johnson út úr bústað sínum í Downingstræti og tilkynnti afsögn sína úr embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og þar með embætti forsætisráðherra. Áður höfðu 59 ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn flokksins sagt af sér á innan við tveimur sólarhringum. „Eins og við höfum séð í Westminster er hjarðeðlið sterkt. Þegar hjörðin fer af stað, fer hún af stað. Og, vinir mínir, í stjórnmálum er enginn ómissandi og okkar frábæra og darvínska kerfi mun geta af sér annan leiðtoga sem verður jafnstaðráðinn í færa þetta land fram á við á erfiðum tímum,“ sagði Johnson. Hann ætlar þó sitja áfram sem forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn, sem gæti tekið nokkra mánuði. Breska þingið fer í sumarleyfi eftir hálfan mánuð en væntanlega vilja floksmenn kjósa nýjan leiðtoga fyrir landsfundur Íhaldsflokksins í október. Ýmsir koma út úr skugganum þegar til stykkisins kemur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir vinnu við að finna nýjan leiðtoga þegar hafna. „Það er ekki alveg augljóst hversu langan tíma það muni taka, það fer eftir því hvernig þetta raðast upp, og líka fer þetta eftir því hvort að þingflokknum takist að finna einhvern sem að tekur núna við í einhvern tíma,“ segir Eiríkur. „Það er enginn einn skýr áskorandi sem að augljóslega mun taka við.“ Fjórir efstu einstaklingarnir í könnun YouGov og hlutfall svarenda sem sögðust vilja sjá þá í stað Johnsons. Samkvæmt nýrri könnun YouGov sem framkvæmd var í gær og í dag meðal hátt í 700 flokksmeðlima Íhaldsflokknum eru Ben Wallace varnamálaráðherra, Penny Mordaunt viðskiptamálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra og Liz Truss utanríkisráðherra, líkleg. Truss virðist vinsælli en Mordaunt og Sunak, ef valið stæði aðeins á milli tveggja, en Wallace kemur áfram best út. Eiríkur segir menn ekki hafa búist við því fyrir fram að Wallace yrði eins vinsæll og raun ber vitni en að þetta sé það sem gerist við aðstæður sem þessar. Þegar kjósendur fengu val um aðeins tvo einstaklinga var Liz Truss vinsælli en Rishi Sunak og Penny Mordaunt, en Ben Wallace var vinsælli en þau öll. „Þegar að til stykkinsins kemur að þá breytast allar forsendur og það kannski birtast þessir áskorendur og þeir sem að raunverulega eiga möguleika koma út úr skugganum,“ segir Eiríkur. Hann segir þó ómögulegt að segja neitt til um það á þessari stundu hver muni í raun taka við, ýmislegt geti gerst í millitíðinni og þegar allt kemur til alls er það undir þingmönnum Íhaldsflokknum komið að velja. Verkamannaflokkurinn vill nýja stjórn en Íhaldsflokkurinn stendur keikur Þingmenn Íhaldsflokksins hafa margir tekið fagnandi á móti afsögn Johnsons í núverandi mynd en þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýna að hann ætli sér að vera við völd í nokkra mánuði til viðbótar þótt hans sé rúinn trausti. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins segir tíma Íhaldsflokksins við stjórnvölin liðinn. „Í tólf ár höfum við haft staðnað hagkerfi, tólf ár bilaðrar almannaþjónustu, tólf ár innantómra loforða. Nú er nóg komið. Breytingin sem við þurfum er ekki breyting á forystu Íhaldsflokksins. Það eru miklu meiri grunnbreytingar en það. Við þurfum að breyta ríkisstjórninni og nýja byrjun fyrir Bretland,“ sagði Starmer. Johnson tók upprunalega við embættinu árið 2019 eftir að Theresa May sagði af sér en May tók sjálf við árið 2016 eftir að David Cameron sagði af sér. Johnson er því þriðji forsætisráðherrann í röð til að segja af sér og eiga þau það öll sameiginlegt að koma úr röðum Íhaldsflokksins. Þrátt fyrir enn eina afsögnina virðist þó ekkert benda til þess að Íhaldsflokkurinn sjálfur komi illa út. „Auðvitað ætti þetta að segja manni það að það leiki allt á reiðiskjálfi innan Íhaldsflokksins og þar logi allt stafnanna á milli og það gerir það auðvitað að einhverju leiti, en á sama tíma sýnir þetta hversu ótrúlega sterka stöðu flokkurinn hefur í breskum stjórnmálum þrátt fyrir allt,“ segir Eiríkur Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma kom Boris Johnson út úr bústað sínum í Downingstræti og tilkynnti afsögn sína úr embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og þar með embætti forsætisráðherra. Áður höfðu 59 ráðherrar, aðstoðarráðherrar og aðrir embættismenn flokksins sagt af sér á innan við tveimur sólarhringum. „Eins og við höfum séð í Westminster er hjarðeðlið sterkt. Þegar hjörðin fer af stað, fer hún af stað. Og, vinir mínir, í stjórnmálum er enginn ómissandi og okkar frábæra og darvínska kerfi mun geta af sér annan leiðtoga sem verður jafnstaðráðinn í færa þetta land fram á við á erfiðum tímum,“ sagði Johnson. Hann ætlar þó sitja áfram sem forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn, sem gæti tekið nokkra mánuði. Breska þingið fer í sumarleyfi eftir hálfan mánuð en væntanlega vilja floksmenn kjósa nýjan leiðtoga fyrir landsfundur Íhaldsflokksins í október. Ýmsir koma út úr skugganum þegar til stykkisins kemur Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir vinnu við að finna nýjan leiðtoga þegar hafna. „Það er ekki alveg augljóst hversu langan tíma það muni taka, það fer eftir því hvernig þetta raðast upp, og líka fer þetta eftir því hvort að þingflokknum takist að finna einhvern sem að tekur núna við í einhvern tíma,“ segir Eiríkur. „Það er enginn einn skýr áskorandi sem að augljóslega mun taka við.“ Fjórir efstu einstaklingarnir í könnun YouGov og hlutfall svarenda sem sögðust vilja sjá þá í stað Johnsons. Samkvæmt nýrri könnun YouGov sem framkvæmd var í gær og í dag meðal hátt í 700 flokksmeðlima Íhaldsflokknum eru Ben Wallace varnamálaráðherra, Penny Mordaunt viðskiptamálaráðherra, Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra og Liz Truss utanríkisráðherra, líkleg. Truss virðist vinsælli en Mordaunt og Sunak, ef valið stæði aðeins á milli tveggja, en Wallace kemur áfram best út. Eiríkur segir menn ekki hafa búist við því fyrir fram að Wallace yrði eins vinsæll og raun ber vitni en að þetta sé það sem gerist við aðstæður sem þessar. Þegar kjósendur fengu val um aðeins tvo einstaklinga var Liz Truss vinsælli en Rishi Sunak og Penny Mordaunt, en Ben Wallace var vinsælli en þau öll. „Þegar að til stykkinsins kemur að þá breytast allar forsendur og það kannski birtast þessir áskorendur og þeir sem að raunverulega eiga möguleika koma út úr skugganum,“ segir Eiríkur. Hann segir þó ómögulegt að segja neitt til um það á þessari stundu hver muni í raun taka við, ýmislegt geti gerst í millitíðinni og þegar allt kemur til alls er það undir þingmönnum Íhaldsflokknum komið að velja. Verkamannaflokkurinn vill nýja stjórn en Íhaldsflokkurinn stendur keikur Þingmenn Íhaldsflokksins hafa margir tekið fagnandi á móti afsögn Johnsons í núverandi mynd en þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýna að hann ætli sér að vera við völd í nokkra mánuði til viðbótar þótt hans sé rúinn trausti. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins segir tíma Íhaldsflokksins við stjórnvölin liðinn. „Í tólf ár höfum við haft staðnað hagkerfi, tólf ár bilaðrar almannaþjónustu, tólf ár innantómra loforða. Nú er nóg komið. Breytingin sem við þurfum er ekki breyting á forystu Íhaldsflokksins. Það eru miklu meiri grunnbreytingar en það. Við þurfum að breyta ríkisstjórninni og nýja byrjun fyrir Bretland,“ sagði Starmer. Johnson tók upprunalega við embættinu árið 2019 eftir að Theresa May sagði af sér en May tók sjálf við árið 2016 eftir að David Cameron sagði af sér. Johnson er því þriðji forsætisráðherrann í röð til að segja af sér og eiga þau það öll sameiginlegt að koma úr röðum Íhaldsflokksins. Þrátt fyrir enn eina afsögnina virðist þó ekkert benda til þess að Íhaldsflokkurinn sjálfur komi illa út. „Auðvitað ætti þetta að segja manni það að það leiki allt á reiðiskjálfi innan Íhaldsflokksins og þar logi allt stafnanna á milli og það gerir það auðvitað að einhverju leiti, en á sama tíma sýnir þetta hversu ótrúlega sterka stöðu flokkurinn hefur í breskum stjórnmálum þrátt fyrir allt,“ segir Eiríkur
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Líklegustu arftakar Johnson Fjöldi fólks vill verða næsti leiðtogi Íhaldflokksins í Bretlandi en leiðtogi þeirra, Boris Johnson, sagði af sér í dag. Nýr leiðtogi mun taka við sem forsætisráðherra í október á þessu ári. 7. júlí 2022 15:27
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32
Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. 6. júlí 2022 14:03