Kveikjum neistann í alla skóla? Rannveig Oddsdóttir skrifar 8. júlí 2022 09:31 Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál). Hér er rétt að staldra við og skoða nokkur atriði. Í fyrsta lagi þá hugmynd að fastbinda í aðalnámskrá hvaða aðferðir skuli notaðar í lestrarkennslu. Verði það gert er um grundvallar stefnubreytingu í menntamálum á Íslandi að ræða. Fram til þessa hefur aðalnámskrá lagt línur um áherslur í námi og markmið sem stefnt skuli að en skólum hefur verið treyst fyrir því að velja leiðir til að ná settum markmiðum. Stefnubreyting sem þessi er vantraustsyfirlýsing á skóla og kennara og gerir lítið úr fagmennsku stéttarinnar. Í öðru lagi er rétt að skoða hvaða aðferð það er sem lagt er til að verði notuð við lestrarkennslu. Kveikjum neistann er þróunarverkefni sem hófst í Vestmannaeyjum síðastliðið haust og mun standa í tíu ár. Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Við lestrarkennslu er byggt á hljóðaaðferð. Hljóðaaðferð hefur verið notuð í íslenskum skólum um langt árabil og samkvæmt úttekt á lestrarkennslu í íslenskum skólum 2009 var aðferðin allsráðandi. Síðan þá hafa margir skólar tekið upp kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem leggur áherslu á að vinna á heildstæðan hátt með læsi. Ein af grunnstoðum þeirrar aðferðar er kennsla í stöfum og hljóðum en einnig er lögð áhersla á að vinna með talað mál, hlustun, lesskilning og ritun. Hljóðaaðferð er því engin nýjung í læsiskennslu á Íslandi heldur er hún notuð með einum eða öðrum hætti í öllum skólum landsins nú þegar. Þar fyrir utan er ekki komin nægilega mikil reynsla á Kveikjum neistann til að tímabært sé að innleiða aðferðina í fjölda skóla. Aðferðin hefur verið notuð í 1. bekk, í einum skóla, í eitt skólaár en ekki hefur verið kynnt hvernig unnið verður með læsi áfram í eldri bekkjum. Mælitækin sem notuð voru til að meta árangurinn í 1. bekk eru ekki notuð í öðrum íslenskum skólum. Forsvarsmenn aðferðarinnar hafa birt til samanburðar tölur úr norskri rannsókn sem byggir á gögnum sem aflað var fyrir 20 árum. Í þeim gögnum kemur fram að við upphaf skólagöngu standa norsk börn þeim íslensku nokkuð að baki í stafaþekkingu, þekkja að meðaltali 13 stafi en íslensk börn yfir 20 og því ekki óeðlilegt að þau íslensku séu fyrri til að ná lestrartækninni. Frekari úttektar er þörf til að hægt sé að fullyrða að aðferðin skili betri árangri en kennsla í öðrum skólum. Varðandi tillögur um breytingar á lestrarmælingum þá gaf Menntamálastofnun út ný lesfimipróf 2017. Þau próf geta þó engan vegin talist „helsta breyting í stjórnkerfi skóla“ eins og segir í greinargerðinni. Löng hefð er fyrir notkun hraðaprófa í Íslenskum skólum. Það eina sem var nýtt var að gefin voru út viðmið um lestrarhraða nemenda í öllum bekkjum og skólar hvattir til að meta reglulega lesfimi allra nemenda. Deila má um gildi lesfimiprófa til að meta læsi barna á mið- og unglingastigi en flestir lestrarfræðingar eru sammála um að slík próf séu gagnleg til að fylgjast með framförum í lestri í fyrstu bekkjum grunnskóla. Að skipta þeim prófum sem nú eru notuð út fyrir það sem flutningsmenn tillögunnar kalla „stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð“, og vísar eftir því sem næst verður komið til prófsins sem notað var Vestmannaeyjum, væri ábyrgðarlaust. Það próf er ekki staðlað og metur einungis þekkingu barnanna á stöfum og hljóðum og hvort þau eru farin að geta tengt saman stafi/hljóð í lestri á einföldum texta. Lesfimi er langt því frá fullþróuð þegar þeirri færni er náð og mikilvægt að geta fylgst með framvindunni áfram. Lesfimipróf og fleiri matstæki sem skólar nota í dag koma þar að góðum notum. Þá er rétt að geta þess að lesfimipróf Menntamálastofnunar eru hluti af prófasafni sem er enn í mótun og mun þegar fram líða stundir einnig innihalda mat í lesskilningi og ritun. Vinnan við prófagerðina hefur hins vegar tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki fengið nægt fjármagn í verkefnið. Varðandi þriðja lið tillögunnar að tryggja að allir nemendur fái áskoranir við hæfi þá hefur Ísland í áratugi fylgt stefnu um skóla fyrir alla og lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þriðji liður tillögunnar sýnir því enn og aftur að flutningsmenn hennar hafa ekki kynnt sér vel gildandi skólastefnu, lög og reglugerðir sem er eðlilegt að gera áður en lagðar eru fram breytingatillögur sem þessi. Umrædd tillaga ber vott um mikla vanþekkingu á skólastarfi og læsismenntun og hvaða leiðir eru árangursríkar til að styðja við og efla skólastarf. Í stað þess að grípa á lofti hálfþróaðar aðferðir ættu ráðamenn að horfa til þess að styðja við þá faglegu umgjörð sem skólastarf þrífst innan, svo sem með því að efla rannsóknir og styrkja þær stofnanir sem styðja við faglegt skólastarf. Höfundur er lektor við hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Rannveig Oddsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að hugmyndafræði verkefnisins Kveikjum neistann verði innleidd í aðalnámskrá grunnskóla. Tillagan er þríþætt; lagt er til að við breytingar á námskrá verði lögð áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu, að innleiddar verði breytingar á lestrarmælingum og lögð verði áhersla á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni (Þingskjal 796, 562. mál). Hér er rétt að staldra við og skoða nokkur atriði. Í fyrsta lagi þá hugmynd að fastbinda í aðalnámskrá hvaða aðferðir skuli notaðar í lestrarkennslu. Verði það gert er um grundvallar stefnubreytingu í menntamálum á Íslandi að ræða. Fram til þessa hefur aðalnámskrá lagt línur um áherslur í námi og markmið sem stefnt skuli að en skólum hefur verið treyst fyrir því að velja leiðir til að ná settum markmiðum. Stefnubreyting sem þessi er vantraustsyfirlýsing á skóla og kennara og gerir lítið úr fagmennsku stéttarinnar. Í öðru lagi er rétt að skoða hvaða aðferð það er sem lagt er til að verði notuð við lestrarkennslu. Kveikjum neistann er þróunarverkefni sem hófst í Vestmannaeyjum síðastliðið haust og mun standa í tíu ár. Verkefninu er ætlað að efla skólastarf og bæta námsárangur. Við lestrarkennslu er byggt á hljóðaaðferð. Hljóðaaðferð hefur verið notuð í íslenskum skólum um langt árabil og samkvæmt úttekt á lestrarkennslu í íslenskum skólum 2009 var aðferðin allsráðandi. Síðan þá hafa margir skólar tekið upp kennsluaðferðina Byrjendalæsi sem leggur áherslu á að vinna á heildstæðan hátt með læsi. Ein af grunnstoðum þeirrar aðferðar er kennsla í stöfum og hljóðum en einnig er lögð áhersla á að vinna með talað mál, hlustun, lesskilning og ritun. Hljóðaaðferð er því engin nýjung í læsiskennslu á Íslandi heldur er hún notuð með einum eða öðrum hætti í öllum skólum landsins nú þegar. Þar fyrir utan er ekki komin nægilega mikil reynsla á Kveikjum neistann til að tímabært sé að innleiða aðferðina í fjölda skóla. Aðferðin hefur verið notuð í 1. bekk, í einum skóla, í eitt skólaár en ekki hefur verið kynnt hvernig unnið verður með læsi áfram í eldri bekkjum. Mælitækin sem notuð voru til að meta árangurinn í 1. bekk eru ekki notuð í öðrum íslenskum skólum. Forsvarsmenn aðferðarinnar hafa birt til samanburðar tölur úr norskri rannsókn sem byggir á gögnum sem aflað var fyrir 20 árum. Í þeim gögnum kemur fram að við upphaf skólagöngu standa norsk börn þeim íslensku nokkuð að baki í stafaþekkingu, þekkja að meðaltali 13 stafi en íslensk börn yfir 20 og því ekki óeðlilegt að þau íslensku séu fyrri til að ná lestrartækninni. Frekari úttektar er þörf til að hægt sé að fullyrða að aðferðin skili betri árangri en kennsla í öðrum skólum. Varðandi tillögur um breytingar á lestrarmælingum þá gaf Menntamálastofnun út ný lesfimipróf 2017. Þau próf geta þó engan vegin talist „helsta breyting í stjórnkerfi skóla“ eins og segir í greinargerðinni. Löng hefð er fyrir notkun hraðaprófa í Íslenskum skólum. Það eina sem var nýtt var að gefin voru út viðmið um lestrarhraða nemenda í öllum bekkjum og skólar hvattir til að meta reglulega lesfimi allra nemenda. Deila má um gildi lesfimiprófa til að meta læsi barna á mið- og unglingastigi en flestir lestrarfræðingar eru sammála um að slík próf séu gagnleg til að fylgjast með framförum í lestri í fyrstu bekkjum grunnskóla. Að skipta þeim prófum sem nú eru notuð út fyrir það sem flutningsmenn tillögunnar kalla „stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð“, og vísar eftir því sem næst verður komið til prófsins sem notað var Vestmannaeyjum, væri ábyrgðarlaust. Það próf er ekki staðlað og metur einungis þekkingu barnanna á stöfum og hljóðum og hvort þau eru farin að geta tengt saman stafi/hljóð í lestri á einföldum texta. Lesfimi er langt því frá fullþróuð þegar þeirri færni er náð og mikilvægt að geta fylgst með framvindunni áfram. Lesfimipróf og fleiri matstæki sem skólar nota í dag koma þar að góðum notum. Þá er rétt að geta þess að lesfimipróf Menntamálastofnunar eru hluti af prófasafni sem er enn í mótun og mun þegar fram líða stundir einnig innihalda mat í lesskilningi og ritun. Vinnan við prófagerðina hefur hins vegar tafist vegna þess að stofnunin hefur ekki fengið nægt fjármagn í verkefnið. Varðandi þriðja lið tillögunnar að tryggja að allir nemendur fái áskoranir við hæfi þá hefur Ísland í áratugi fylgt stefnu um skóla fyrir alla og lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám. Þriðji liður tillögunnar sýnir því enn og aftur að flutningsmenn hennar hafa ekki kynnt sér vel gildandi skólastefnu, lög og reglugerðir sem er eðlilegt að gera áður en lagðar eru fram breytingatillögur sem þessi. Umrædd tillaga ber vott um mikla vanþekkingu á skólastarfi og læsismenntun og hvaða leiðir eru árangursríkar til að styðja við og efla skólastarf. Í stað þess að grípa á lofti hálfþróaðar aðferðir ættu ráðamenn að horfa til þess að styðja við þá faglegu umgjörð sem skólastarf þrífst innan, svo sem með því að efla rannsóknir og styrkja þær stofnanir sem styðja við faglegt skólastarf. Höfundur er lektor við hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun