Það er af sem áður var Heiðar Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Fjarskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sæstrengir Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun