Megum við tala íslensku hérna? Gunnar Björn Björnsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar