Fótbolti

Enn einn fyrrverandi lærisveinn Erik ten Hag orðaður við Man.Utd

Hjörvar Ólafsson skrifar
Brian Brobbey gæti verið á leið til Manchester United.
Brian Brobbey gæti verið á leið til Manchester United. Vísir/Getty

Þó nokkrir hollenskir leikmenn sem hafa leikið undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax hafa verið orðaðir við komu til Manchester United.

Nýjasta dæmið er Brian Brobbey, tvítugur öflugur framherji sem ólst upp hjá Ajax og var seldur til RB Leipzig árið 2021.

Brobbey lék svo sem lánsmaður hjá Ajax á síðasta keppnistímabili og skoraði sjö mörk í þeim 11 deildarleikjum sem hann spilaði. 

Erik ten Hag hefur fest kaup á einum leikmanni í sumar en það er hollenski  bakvörðuinn Tyrell Malacia sem kom frá Feyenoord. 

Þá er talið að Christian Eriksen verði kynntur til leiks á Old Trafford innan tíðar. 

Óvissa er um framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og því eru Brobbey og aðrir framherjar nefndir til sögunnar sem mögulegar skotskífur félagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×