Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2022 13:17 Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent. Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Samtals er kaupverðið því þrjátíu og einn milljarður króna. Þrjátíu prósent kaupverðs verður greitt með reiðufé og afgangurinn með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Tilkynnt var um kaupin í gær en með þessum viðskiptum verða seljendur Vísis meðal kjölfestufjárfesta í Síldarvinnslunni og fara með átta prósenta hlut í fyrirtækinu og verða fimmti stærsti hluthafinn. Síldarvinnslan var skráð á markað í fyrra en stærsti eigandi hennar er Samherji sem fer með um þriðjungshlut. Vísir er yfir fimmtíu ára fyrirtæki í Grindavík og hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu eða afkomenda Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvatsdóttur en alls eignuðust þau sex börn. Eigi hvert afkvæmi hjónanna jafn stóran hlut í Vísi fær hvert og eitt þannig um þrjá komma þrjá milljarða í sinn hlut, einn milljarð í reiðufé og restin er greidd með hlutafé í Síldarvinnslunni. Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaupin. „Vísir er gamalgróið bolfiskfélag og er búið að fjárfesta í hátækni bolfiskvinnslu í Grindavík. Að sama skapi erum við með umtalsverðar aflaheimildir í bolfiski og sáum tækifæri í samstarfi við eigendur Vísis og þetta fyrirtæki. Það liggur fyrir að það er töluverð samlegð í sameinuðum fyrirtækjum. Þessi félög eiga að geta orðið töluvert sterkari þegar kemur að markaðsstarfi og nýtingu aflaheimilda og búið til meiri verðmæti úr þeim aflaheimildum sem við eigum í heild,“ segir Gunnþór. Höfuðstöðvar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar hf. verða hjá Vísi hf. í Grindavík að sögn Gunnþórs. Ekki sé búið að ákveða hvað verði um aðra bolfiskvinnslu fyrirtækisins. „Við höfum ekki tekið afstöðu til annarrar bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar. Við erum litlir í bolfiski, erum með litla vinnslu á Seyðisfirði og það hefur engin afstaða verði tekin til hennar með þessum kaupum,“ segir Gunnþór. Ætla að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins Aðspurður um hvort Síldarvinnslan fari ekki yfir kvótaþak í ýmsum tegundum með þessum kaupum svarar Gunnþór: „ Eins og kemur fram í tilkynningunni erum við að dansa í kringum viðmiðunarmörk kvótaþaksins. Það eru þarna stofnar eins og loðna sem sveiflast gríðarlega milli ára. Þannig að það er meiri sveifla í uppsjávarstofnun en bolfiskstofnum milli ára. Við verðum einhvers staðar á þessari viðmiðunarlínu og aðlögum okkur að því,“ segir Gunnþór. Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf. og Samkeppniseftirlitið eiga eftir að samþykkja kaupin. Hlutabréfamarkaðurinn tók vel í fréttina í morgun en alls höfðu bréf í Síldarvinnslunni hækkað um 8,4 prósent.
Sjávarútvegur Alþingi Grindavík Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19 Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 11. júlí 2022 10:19
Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna. 10. júlí 2022 20:27