Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:21 Þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba gengu svo hart að Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra á breska þinginu í dag að þingforseti lét henda þeim út. AP/Andy Bailey Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52
Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07