Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 12:00 Hermann Hreiðarsson, stýrir karlaliði ÍBV í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka. ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka.
ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira