Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 07:30 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Pavel Pavlov Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
CNN Exclusive: The US has offered to swap convicted Russian arms dealer Viktor Bout as part of an exchange for imprisoned Americans Brittney Griner and Paul Whelan. @kylieatwood @evanperez & @jmhansler reporthttps://t.co/Xjb4iighWp— CNN NationalSecurity (@NatSecCNN) July 27, 2022 Bandaríkjamenn vilja endurheimta hana og annan Bandaríkjamann að nafni Paul Whelan í skiptum fyrir rússneska vopnasölumanninn Viktor Bout. Bandarískir fjölmiðlar eins og CNN slá þessu upp en hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru tilbúin að greina frá innihaldi tilboðsins. New York Times segir frá því að Bandaríkjamenn hafi boðið þessi skipti í síðasta mánuði og að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið þeim samþykkur. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Áður höfðu borist fréttir af því að Rússar hafi áhuga á slíkum skiptum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að ræða tilboðið í samtali við utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, en þeir hafa ekki rætt saman síðan stríðið í Úkraínu hófst. Viktor But hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Hann hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldamótin. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. Who is Viktor Bout, Russia's 'Merchant of Death' who could be freed in prisoner swap for Brittney Griner? https://t.co/VUlM2VWouf— Fox News (@FoxNews) July 28, 2022 Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem hún notaði til rafrettureykinga. Hún var þá á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Griner er stórstjarna í WNBA deildinni og hefur misst af 2022 tímabilinu en þær bestu fara líka til Evrópu milli tímabili því þar fá þær miklu betur borgað en í WNBA-deildinni. Trevor Reed, the former U.S. Marine who was detained in Russia until he was released through a prisoner swap in April, speaks with Jake Tapper about the Biden administration's latest effort to get WNBA star Brittney Griner and American Paul Whelan back home pic.twitter.com/9gez4BxkqD— The Lead CNN (@TheLeadCNN) July 27, 2022 Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum.
Mál Brittney Griner Körfubolti NBA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum