Ertu með eða á móti? Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun