Ertu með eða á móti? Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun