Tveir höfðu áður verið yfirheyrðir en var sleppt að lokinni skýrslutöku. Lögregla segir að ábendingar almennings auk annarra upplýsinga hafi leitt til þess að hinn grunaði hafi fundist. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn nú sá eini sem er grunaður í málinu.
Árásin átti sér stað á fimmtudaginn nærri St. Botolph‘s kirkjunni þar sem stúlkan, Lillia Valutyte, var að leik með yngri systur sinni. Fjöldi fólks hefur lagt blóm og kerti nálægt kirkjunni í minningu Lilliu.