Ísland í undanúrslit | Almar fær hrós frá greinanda ESPN fyrir geggjaðan leik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 22:30 Almar Orri Atlason hefur farið mikinn á mótinu og er farinn að vekja athygli utan landssteinanna. FIBA Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta komst í kvöld í undanúrslit í B-deild Evrópumóts undir 18 ára sem fram fer í Rúmeníu. Almar Orri Atlason átti enn einn stórleik sinn á mótinu og hlaut fyrir hrós frá NBA greinanda hjá ESPN eftir leik. Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Ísland komst upp úr riðli sínum og dróst gegn Bosníu í 8-liða úrslitum. Bosníska liðið byrjaði betur og leiddi 30-25 eftir fyrsta leikhluta. Ísland sneri taflinu við í öðrum leikhluta og var með tveggja stiga forskot, 48-46 í hálfleik. Ísland jók forskotið í þriðja leikhlutanum en staðan var 74-65 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Bosnía hjó býsna nærri íslenska liðinu á lokakaflanum en liðið lét forystuna aldrei af hendi og vann að lokum sex stiga sigur 95-89. Óhætt er að segja að Norðurlandaþjóðir hafi gert vel á mótinu en öll fjögur sem eru í B-deildinni komust í undanúrslit. Ísland mun mæta Svíþjóð í undanúrslitum á morgun á meðan Danmörk og Finnland mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Almar Atlason had one of the best performances I've seen this summer, carrying Iceland to the semifinals of the FIBA U18 European Championship Division B. 22 points, 16 rebounds, 6 assists, 2 blocks. Absolute hooper with tremendous feel, skill, confidence and competitiveness. pic.twitter.com/fT76UYLb2z— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 5, 2022 Almar fær hól úr góðri átt Tómas Valur Þrastarson, úr Þór Þorlákshöfn, var með tvöfalda tvennu fyrir Ísland í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst. Þá var Daníel Ágúst Halldórsson, sem einnig leikur með Þórsurum, með 17 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Almar Orri Atlason úr KR fékk hins vegar fyrirsagnirnar. Hann skoraði 22 stig, tók 15 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar og verja tvö skot. Hann hlaut hrós eftir leik frá Jonathan Givony á Twitter. Givony er greinandi á nýliðavali NBA fyrir bandaríska miðilinn ESPN, auk þess sem hann stofnaði Draft Express, sem mörg lið bæði vestanhafs og austan hafa nýtt til að njósna um og greina leikmenn. Givony sagði á Twitter: „Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ Almar hefur skorað 20,6 stig að meðaltali á mótinu, tekið tólf fráköst og gefið þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira