Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 11:17 Uri Geller er ansi umdeildur í Bretlandi. EPA/Atef Safadi Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana. Skotland Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eyjan ber heitið Lamb og er um fimm ferkílómetrar að stærð. Geller keypti hana fyrir þrjátíu þúsund pund, rúma fjóra og hálfa milljón króna, á uppboði árið 2009. Í viðtali sagðist hann alltaf hafa viljað eignast eyju en hann taldi á þeim tíma að fjársjóður væri grafinn á eyjunni. Eyjan er hins vegar friðuð og ekki er leyfilegt að grafa á henni á meðan hún er hluti af Skotlandi. Fjársjóðurinn er því enn ófundinn. Geller heldur því fram að hann geti beygt skeiðar með huganum.EPA/Bruno Bebert Corbis Til eru fjölmargar smáþjóðir um allan heim, til dæmis Sjáland undan ströndum Bretlands sem er sjóvirki með þyrlupalli, Rósaeyja í Adríahafi sem var manngerð eyja sem var sprengd ári eftir að hún var byggð og keisaradæmið Atlantium í Ástralíu. Nú hefur Lambeyja bæst í hóp smáþjóða. Það sem aðgreinir smáþjóðir frá öðrum ríkjum er að þær skortir alla viðurkenningu annarra ríkja eða helstu alþjóðastofnanna. Rétt er að taka fram að í íslenskri tungu þýðir orðið einnig þjóð sem er smá, samanber Smáþjóðaleikarnir, en þær þjóðir sem taka þátt í leikunum eru þó viðurkenndar af flestum ríkjum heims. Hver sem er mun geta sótt um ríkisborgararétt hjá Lambeyju, þó gegn gjaldi. Samkvæmt BBC munu allar tekjur renna til ísraelsku hjálparsamtakanna Save a Child‘s Heart sem aðstoða börn með hjartasjúkdóma um allan heim. Geller sjálfur er fæddur og uppalinn í Ísrael en hann hefur ekki búið þar síðan árið 1971. Lambeyja er um tvo kílómetra austur af Fidraeyju sem er sögusvið bókarinnar Fjársjóðseyjan eftir Robert Stevenson. Fidraeyja er líkt og Lambeyja friðuð og því ekki vitað hvort Stevenson hafi haft rétt fyrir sér um hvort fjársjóð megi finna á eyjunni eða ekki. Það er þó ekki einungis fjársjóður sem gæti leynst á Lambeyju þar sem Geller heldur því fram að bein fórnarlamba Norður-Berwick nornaréttarhaldanna frá tíunda áratug sextándu aldar séu grafin á eyjunni. Sérfræðingar telja þó að beinin séu grafin nálægt þeim stað sem meintu nornirnar voru brenndar. Geller ákvað að gera eyjuna að smáþjóð eftir að honum var neitað um að verða barón. Í gegnum tíðina hafa eigendur eyjunnar verið barónar en samkvæmt BBC var þeirri hefð hætt þegar Geller keypti eyjuna. „Ég gat ekki orðið barón svo ég ákvað að gera betur og stofna mitt eigið ríki. Það sem gerir þetta mun meira sérstakt eru allar þessar sterku, þýðingarmiklu andlegu tengingar. Þetta er enginn venjulegur staður,“ segir Geller. Engin bryggja er á eyjunni og ekki hægt að geyma bát sinn þar nema uppi á landi. Því hefur eyjan oft verið kölluð sjálfsvígseyja þar sem erfitt er að komast af henni. Eyjan komst í fréttirnar fyrr í sumar þegar það þurfti 35 leiðangra þangað til þess að drepa eina rottu sem hafði komið sér fyrir þar. Geller vildi ekkert með hana hafa en það gekk illa að finna hana.
Skotland Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira