Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg? Steinunn Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun