Arnór Smárason: Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli í meistaraflokki Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2022 23:11 Arnór Smárason hér á mynd með hinum skagamanninum í liði Vals, Tryggva Hrafi Haraldssyni. VÍSIR/BÁRA Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði sigurmark Vals á Akranesi í kvöld í sínum fyrsta leik á ferlinum á Akranesvelli. Hann var ánægður með leikinn. „Það er náttúrulega mikilvægast hjá okkur að fara með þrjú stigin heim. Mér fannst við stýra leiknum mestmegnis. Aron skorar flott mark og við komumst í 2-0. Mér fannst við missa þetta full mikið í óþarfa stress í restina. Skaginn voru góðir að pressa á okkur í lokin. Þeir eru með gott lið og ég veit að þeir munu ná í fullt af stigum það sem eftir lifir móts en þetta var frekar klaufalegt hjá okkur í lokin en þrjú stig í hús,“ sagði Arnór. Arnór var dæmdur brotlegur í eigin vítateig á 66. mínútu en Frederik Schram, markvörður, varði frá Kaj Leo. Arnór fór svo upp völlinn og kom Val sjálfur í 2-0. „Það var eitthvað klafs í teignum og boltinn skoppar á línunni. Ég reyni að sparka honum út en hitti helvíti vel í höfuðið á leikmanni skagans. Ég vona bara að hann sé í lagi, jú er ekki í lagi með hann? Það var klaufalegt en Schramarinn bjargaði mér þar. Nýkominn inná og þetta var skellur en fínt að enda þetta með marki skömmu síðar.“ „Það tekur á tilfinningarnar að skora á skaganum. Ég er Skagamaður, uppalinn hér og hérna er gott að vera. Gott að spila hérna. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli í meistaraflokki og það var geggjað að skora hérna. Skagahjartað lifir en ég er leikmaður Vals í dag og þú verður að vera fagmaður í svona momentum,“ sagði Arnór um vítið og markið. Frá því að Ólafur Jóhannesson tók við hafa Valsmenn ekki tapað í þremur leikjum og unnið síðustu tvo. „Það er góður andi í hópnum og svo eru úrslitin farið að detta aftur sem er rosalega jákvætt fyrir okkur. Tveir sigrar í röð og við höldum bara áfram. Við erum með frábæra leikmenn í þessu liði, það vita það allir, sjálfstraustið er að koma þannig að Valslestin er að byrja að rúlla,“ sagði Arnór að lokum. Valur ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02 Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 8. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
„Það er náttúrulega mikilvægast hjá okkur að fara með þrjú stigin heim. Mér fannst við stýra leiknum mestmegnis. Aron skorar flott mark og við komumst í 2-0. Mér fannst við missa þetta full mikið í óþarfa stress í restina. Skaginn voru góðir að pressa á okkur í lokin. Þeir eru með gott lið og ég veit að þeir munu ná í fullt af stigum það sem eftir lifir móts en þetta var frekar klaufalegt hjá okkur í lokin en þrjú stig í hús,“ sagði Arnór. Arnór var dæmdur brotlegur í eigin vítateig á 66. mínútu en Frederik Schram, markvörður, varði frá Kaj Leo. Arnór fór svo upp völlinn og kom Val sjálfur í 2-0. „Það var eitthvað klafs í teignum og boltinn skoppar á línunni. Ég reyni að sparka honum út en hitti helvíti vel í höfuðið á leikmanni skagans. Ég vona bara að hann sé í lagi, jú er ekki í lagi með hann? Það var klaufalegt en Schramarinn bjargaði mér þar. Nýkominn inná og þetta var skellur en fínt að enda þetta með marki skömmu síðar.“ „Það tekur á tilfinningarnar að skora á skaganum. Ég er Skagamaður, uppalinn hér og hérna er gott að vera. Gott að spila hérna. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli í meistaraflokki og það var geggjað að skora hérna. Skagahjartað lifir en ég er leikmaður Vals í dag og þú verður að vera fagmaður í svona momentum,“ sagði Arnór um vítið og markið. Frá því að Ólafur Jóhannesson tók við hafa Valsmenn ekki tapað í þremur leikjum og unnið síðustu tvo. „Það er góður andi í hópnum og svo eru úrslitin farið að detta aftur sem er rosalega jákvætt fyrir okkur. Tveir sigrar í röð og við höldum bara áfram. Við erum með frábæra leikmenn í þessu liði, það vita það allir, sjálfstraustið er að koma þannig að Valslestin er að byrja að rúlla,“ sagði Arnór að lokum.
Valur ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02 Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 8. ágúst 2022 22:54 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02
Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð. 8. ágúst 2022 22:02
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. 8. ágúst 2022 22:54
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti