Semjið við hjúkrunarfræðinga Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2022 10:01 Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Heilbrigðismál Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga. Ég byrjaði að vinna á hjúkrunarheimili þegar ég var 16 ára gömul og hef því unnið í heilbrigðisgeiranum í rúm 20 ár. Þetta er það sem mér finnst gaman að gera og það sem ég vil vinna við. Ég er líka þriggja barna móðir, eins og staðan er orðin þá sé ég ekki fram á að geta haldið áfram mínu starfi og geta líka sinnt börnunum mínum og heimilinu. Það er mjög brenglað að kvíða því að snúa aftur til vinnu sem maður elskar. Á síðustu dropunum Síðustu tvö ár í heimsfaraldri hafa vissulega tekið á en það gerðu líka árin þar á undan. Það er nefnilega þannig að ástandið í heilbrigðisþjónustunni var ekki gott fyrir faraldurinn og nú er ég orðin hrædd um að kerfið sé hreinlega að hruni komið. Það er skortur á hjúkrunarfræðingum, það er staðreynd. Það eru of margir sjúklingar til að hægt sé að veita örugga þjónustu og plássleysið býr til nær óyfirstíganlegt álag á okkur sem eftir stöndum. Er í alvörunni einhver sem vill að öryggi skjólstæðinga sé ekki tryggt? Ofan á það eru sífellt fleiri að hrökklast úr starfi sem þyngir róðurinn enn frekar. Spjallið meðal starfsmanna er farið að snúast um hversu lengi maður ætlar að endast og hvaða annan starfsferil maður ætti að velja. Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af því að það virðist enginn, nema þau sem vinna í heilbrigðisgeiranum, gera sér grein fyrir að við erum á síðustu dropunum. Ég óttast það raunverulega að það sé að verða of seint að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu eftir áratuga vanrækslu og svelti. Áttaði sig í alvöru enginn sem tekur ákvarðanir á því að þjóðinni væri að fjölga og eldast? Datt engum í hug að gífurleg fjölgun ferðamanna setti álag á fleiri innviði en bara vegakerfið og útsýnisstaði? Eigum við aftur að mæta afgangi? Fyrir mitt leyti segi ég það að ég elska að vinna við hjúkrun en ég er ekki viss um að ég geti mikið lengur unnið í starfi sem krefst ómannlegs vinnuframlags svo launin séu mannsæmandi. Ég veit að ég er ekki ein um þessar tilfinningar og hugsanir þó síður sé. Það er erfitt að hlusta á ráðamenn tala um að ekki sé hægt að gera vel við launafólk í komandi kjarasamningum, það þýðir alltaf að fjölmennar stéttir með konur í meirihluta mæta algjörum afgangi. Það er samt hægt að gera fleira en að setja bara meiri peninga í kerfið, þó það sé vissulega ósanngjarnt að þurfa að taka auka-, kvöld- eða næturvaktir til að ná tekjum annarra sem starfa við minna álag og oft á tíðum minni ábyrgð. Það vantar samt hjúkrunarfræðinga, mikið af hjúkrunarfræðingum. Nú er í pípunum að gera það valkvætt að hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu geti starfað til 75 ára, er það gert til að reyna að draga úr fækkun hjúkrunarfræðinga. Hvað með alla hjúkrunarfræðingana sem hafa hætt í hjúkrun á besta aldri, jafnvel bara nokkrum árum eftir útskrift, hvernig ætlar ríkið að fá þá aftur til starfa? Sýnið skynsemi Það eru til lausnir til að bæta starfsumhverfið, lausnir sem eru búnar að vera til lengi en það hefur skort þor til að hrinda þeim í framkvæmd. Í dag eru fjölmörg dæmi um að deildir séu reknar á mönnun sem er undir lágmarksöryggismönnun sem eiga nú aðeins við í verkföllum, ef það eru sett skýr mönnunarviðmið þannig að enginn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á undirmannaðri vakt þá eru meiri líkur á að hægt verði að manna deildirnar en ef haldið verður svona áfram. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið að semja um launin sín í 11 ár. Nú siglum við aftur inn í það tímabil að samningar eru að losna og enn og aftur stendur ekki nógu vel á til að ríkið geti leiðrétt hlut kvennastétta. Ég vil hinsvegar hvetja ríkið til að sýna skynsemi í komandi samningum, semja loksins við hjúkrunarfræðinga og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar