Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Atli Arason skrifar 14. ágúst 2022 21:30 Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, niðurlútur í leiknum gegn Brentford í gær. Getty Images Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Sky Sports greindi fyrst frá því í dag í sjónvarpsfréttatíma sínum að samningi Ronaldo gæti verið rift vegna framkomu hans. Sky Sports birti svo tíst á Twitter með myndbroti úr fréttatímanum og í kjölfarið skrifuðu flestir stærstu miðlar heims um hugsanlega riftingu á samningi Ronaldo hjá Manchester United. Vísir greindi einnig frá málinu fyrr í dag. Nú hefur United hins vegar neitað sögusögnunum og Sky Sports hefur eytt upprunalegri færslu sinni. Manchester United aren’t happy with Cristiano Ronaldo 😬#MUFC pic.twitter.com/HBzrMhjz2r— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 14, 2022 Breski blaðamaðurinn Samuel Luckhurst sem sérhæfir sig í málefnum Manchester United hjá Manchester Evening News greindi frá því fyrir skömmu að enginn hjá Manchester United staðfesti þessar fullyrðingar Sky Sports um Ronaldo, að þessar sögur væru í raun uppspuni og falsfréttir. #mufc insist report they are considering terminating Cristiano Ronaldo’s contract is false. Their position on Ronaldo hasn’t changed.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 14, 2022 Ronaldo hafði sjálfur beðið um að fá að yfirgefa United fyrr í sumar en í 4-0 tapinu gegn Brentford í gær virtist hann augljóslega orðinn eitthvað pirraður á ástandinu. Ronaldo fór ekki með öðrum leikmönnum liðsins að klappa fyrir þeim stuðningsmönnum United sem höfðu ferðast til London til að fylgjast með leiknum, eins og hefð er fyrir, heldur strunsaði Ronaldo beint inn í klefa. Ronaldo going off the pitch and he was fuming and rightfully so.He deserves so much better than this club and let's hope he leaves.pic.twitter.com/Wryn15wPWm— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) August 13, 2022 Næsti leikur Manchester United er gegn Liverpool mánudaginn 22. ágúst. Það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Ronaldo fær í þeim erkifjendaslag.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00 Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Man Utd hótar að rifta samningi Ronaldo Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. 14. ágúst 2022 16:00
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. 13. ágúst 2022 18:26